fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Sænska þjóðin í áfalli – Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað tíu ára stúlku því hún átti erfitt með að lýsa hversu langt inn í hana hann hefði farið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 04:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var ekki auðvelt fyrir tíu ára sænska stúlku að útskýra hversu langt fimmtugur maður hafði sett fingur inn í kynfæri hennar. Þetta varð til þess að maðurinn var sýknaður af ákæru um nauðgun. Óhætt er að segja að sýknudómurinn hafi sett Svíþjóð á hliðina.

Atburðurinn átti sér stað 2021. Í september á síðasta ári var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa nauðgað stúlkunni þegar hún var tíu ára og var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi að sögn Aftonbladet.

Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem sýknaði manninn því stúlkan átti erfitt með að útskýra hvað hún átti við með orðinu „snippa“ en það vísar til kynfæra kvenna. TV2 segir að þetta orð sé aðallega notað af börnum, foreldrum og leikskólakennurum og hafi verið útbreitt í Svíþjóð síðustu 20 árin.

Vegna efa um hvað stúlkan átti við neyddust dómararnir til að leita upplýsinga um orðið í orðabók en þar vísar það til „ytri kynfæra kvenna“.

Stúlkan virðist einnig ekki hafa getað útskýrt hversu langt inn í kynfæri hennar maðurinn setti fingur sína. Segir í dómsorði að því hafi „ekki verið hægt að sanna að maðurinn hafi farið inn í kynfæri hennar“. Fjórir af fimm dómurum skrifuðu undir niðurstöðuna.

Eins og gefur að skilja hefur dómurinn ekki fallið í góða jörð hjá fjölskyldu stúlkunnar. Móðir hennar sagði í samtali við Expressen að atburðurinn hafi enn mikil áhrif á dóttur hennar. Hún glími við óöryggi alla daga. Henni létti að sögn þegar maðurinn var sakfelldur í undirrétti en sýkna Landsréttar kollvarpaði öllu.

En sýknudómurinn hefur vakið reiði fleiri og mikið hefur verið skrifað um málið á samfélagsmiðlum.

Margir sérfræðingar segja að fara verði með málið fyrir hæstarétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns