fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar segir að vendipunktur sé fram undan í stríðinu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. febrúar 2023 07:00

Úkraínskir hermenn í vetrarklæðnaði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er eitt ár frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Í tengslum við þetta ræddi Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR) við Forbes þar sem hann fór yfir stöðuna á vígvellinum og horfurnar fyrir framhald stríðsins.

Hann hefur áður haft rétt fyrir sér þegar hann hefur spáð fyrir um þróun mála í stríðinu og nú spáir hann vendipunkti í stríðinu í vor. „Frá miðju vori til loka þess verða afgerandi bardagar,“ sagði hann.

Hann sagðist ekki telja að líta eigi á ummæli hans sem „spá“ heldur sem „niðurstöðu“ byggða á grunni þeirra upplýsinga sem hann hefur yfir að ráða. „Þetta eru tveir óskildir hlutir,“ sagði hann.

Hann sagði að enn sé um opið stríð að ræða en hann telur að Úkraínumenn muni sigra að lokum. Hann lagði áherslu á að Úkraínumenn hafi ekki slakað neitt á markmiði sínu um að frelsa alla Úkraínu úr höndum Rússa, þar á meðal Krímskagann.

Hann vildi ekki segja til um hvenær hann telur að stríðinu ljúki. „Ég get bara sagt þér hvernig því lýkur. En nú er staðan 1-1 og við erum á sjötugustu mínútu leiksins, þú getur svo sjálfur reiknað það út,“ sagði hann við Forbes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð