fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Segir að Ísland sé sérstaklega auglýst fyrir hælisleitendur og um skipulagða starfsemi sé að ræða

Eyjan
Sunnudaginn 12. febrúar 2023 12:09

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson/Skjáskot úr útsendingu RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að Ísland hafi gert sig að vinsælli söluvöru á heimsmælikvarða varðandi ferðir hælisleitanda til Vesturlanda og að ásóknin til Íslands sé hlutfallslega sú mesta í heimi. Í færslu á Facebook-síðu sinni birti hann samfélagsmiðlaauglýsingu ferðaskrifstofunni Air Viajes í Venesúela þar sem greint er frá þeim fríðindum sem í boði eru á Íslandi. Þar á meðal að menntakerfið og velferðarkerfið sé,fyrsta flokks, lágmarkstekjur séu frá 3.500 og upp í 6.000 bandaríkja dali og að vikulegur fjárstuðningur í vissan tíma sé tryggður. Fullyrðir Sigmundur Davíð ennfremur að um skipulagða starfsemi sé að ræða og að sömu aðilar séu með svipaða starfsemi í Palestínu.

Segir að í óefni stefni í „stjórnlausum málaflokki“

Alls sóttu um 1.200 mans um hæli frá Venesúela á síðasta ári og í janúarmánuði á þessu ári voru umsóknirnar alls 204 talsins. Ástæðuna má rekja til úrskurðar kærunefndar útlendingamála síðasta sumar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hælisleitendur frá Venesúela bæri að fá viðbótarvernd hér á landi.

Rétt er að geta þess að komið hefur fram að atvinnuþátttaka hælisleitenda frá Venesúela er afar góð en fjöldinn hefur skapað álag á fasteignamarkaðinn sem og heilbrigðis- og menntakerfið.

Sigmundur birti færsluna rétt áður en en settist í sjónvarpssal í Silfrinu og þar kom hann málinu á dagskrá. Sagði hann að málaflokkurinn væri orðinn „algjörlega stjórnlaus“ og að í óefni væri að stefna.

Málið hefur verið mikið rætt á Alþingi undanfarnar vikur vegna útlendingafrumvarps Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, sem þykir afar umdeilt og er sagt að brjóta á mannréttindum hælisleitenda með margvíslegum hætti.

Ólína K. Þorvarðardóttir, prófessor, var meðal gesta í Silfrinu og ljóst er að henni þótti ekki mikil til málflutnings Sigmundar Davíðs koma.

„Er þetta röksemd fyrir því að skerða réttindi fólks og hafa ekki siðlegt umhverfi um móttöku flóttamanna og hælisleitenda. Hvert er samhengið í þessum málflutningi?,“ spurði Ólína.

Svaraði Sigmundur Davíð því til að samhengið væri það að Íslendingar þyrftu að innleiða kerfi eins og í Danmörku þar sem stjórn væri komið á hverjum væri boðið til landsins til að geta gert sem mest gagn.

 

Hér má sjá myndbandið sem Sigmundur Davíð birti

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“