fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Bregst við gríni um framhjáhaldsskandal eiginmannsins

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Victoria‘s Secret fyrirsætan Behati Prinsloo bregst við gríni um framhjáhaldsskandal eiginmanns hennar, Adam Levine, söngvara Maroon 5.

Upphaf skandalsins má rekja til þess þegar áhrifavaldurinn og fyrirsætan Sumner Stroh birti myndband í september í fyrra og hélt því fram að hún hafi átt í áralöngu ástarsambandi við Levine.

Í kjölfarið stigu fleiri konur fram og sögðust hafa fengið skilaboð af kynferðislegum toga frá söngvaranum, sumar birtu skjáskot af samskiptunum.

Sjá einnig: Framhjáhaldið sem skekur Hollywood – Adam Levine rýfur þögnina og aðrar stjörnur blanda sér í málið

Levine svaraði ásökununum og þvertók fyrir að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni en viðurkenndi að hafa átt „stundum óviðeigandi“ samskipti við aðrar konur á netinu.

Erlendir miðlar greindu frá því að Behati hafi farið í uppnám við fréttirnar en hafi ákveðið að trúa eiginmanni sínum um að ekkert líkamlegt hafi átt sér stað með Stroh.

Behati Prinsloo og Adam Levine. Mynd/Getty

Levine og Prinsloo hafa verið saman í tíu ár, gift í átta ár og eignuðust þriðja barn sitt í byrjun árs 2023, sem þýðir að hún var ólétt þegar þetta allt kom fram.

Sjá einnig: Skandallinn vindur upp á sig – Fleiri fyrirsætur stíga fram og birta svakaleg skjáskot

Plataði hlustendur

Á mánudaginn kom út stutt stikla fyrir næsta þátt vinsæla hlaðvarpsins Call Her Daddy. 

„Ég verð að segja þér, ég var mikill aðdáandi Maroon 5 og það gleður mig að þú hafir verið til í að setjast niður með mér og ræða um skandalinn í kringum hjúskaparbrot þín. Hversu oft hélstu framhjá með konum sem þú kynntist á Instagram?“ spurði Alex viðmælanda sinn, sem var ekki sýndur í stiklunni en lag með Maroon 5 var spilað undir lokin. Aðdáendur tóku því sem vísbendingu um að gesturinn væri Adam Levine og að hann ætlaði að ræða um skandalinn.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by CALL HER DADDY (@callherdaddy)

En það var ekki Adam Levine sem var gestur þáttarins, heldur leikarinn Adam Devine, sem tók það skýrt fram að hjónaband hans væri í toppstandi.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by CALL HER DADDY (@callherdaddy)

Behati Prinsloo virtist hafa húmor fyrir þessu og skrifaði við stikluna: „LOL“.

Ekki búin að greina frá nafni barnsins

Sumner Stroh steig fram nokkrum dögum eftir að Prinsloo staðfesti að þau ættu von á sínu þriðja barni saman.

Í myndbandinu sýndi Stroh skjáskot af skilaboðum sem Levine á að hafa sent á hana. Hún sagði að hann hafi spurt hana hvort henni væri sama að ófædda barnið yrði nefnt Sumner.

Sjá einnig: Adam Levine sagður hafa haldið framhjá – Vildi nefna ófædda barnið sitt eftir hjásvæfunni

Þriðja barn þeirra hjóna fæddist 30. janúar síðastliðinn en þau hafa ekki greint frá nafni barnsins. Fyrir eiga þau tvær dætur, fæddar 2016 og 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“