fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Sigríður Hrund ósátt við áhrifavalda – „Hér er verið að húkka far á okkar smartheitum“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. febrúar 2023 10:00

Sigríður Hrund Pétursdóttir. Mynd/Hallur Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Hrund Pétursdóttir, einn eigandi Vinnupalla ehf. og formaður FKA, er allt annað en sátt við ónefndan áhrifavald sem birti í gær færslu  þar sem að gjafaleikur var auglýstur og  fyrirtæki Sigríðar Hrundar „taggað“ og sagt að 100 þúsund króna inneign væri í boði. Um grín var að ræða að hálfu aðilans  en Sigríði Hrund var ekki hlátur í hug.

Húkkað far án leyfis

„Hér fengum við í Vinnupöllum óumbeðið tagg frá aðila sem tengist okkur ekkert. Hér er ekkert gjafafé að fá. Hér er verið að húkka far á okkar smartheitum, vinsældum, hversu vel við erum þekkt, hvað við erum þekkt fyrir og svo framvegis…hreinlega verið að „teika“,“ skrifaði  Sigríður Hrund í færslu á Facebook-hópnum vinsæla Markaðsnördum þar sem hún óskaði eftir áliti og umræðum enda atvikið áhugavert fyrir aðila sem eru að byggja upp ímynd fyrirtækja á samfélagsmiðlum.

Færslan umdeilda

 

Fannst þetta fyndinn fössarahúmor

Sagði hún ennfremur að með athæfinu hafi umræddur áhrifavaldur tengt vörumerkið, sem eigendur hafa lagt blóð, svita og tár í við eitthvað sem að þau myndu aldrei bjóða okkur upp á.

„Viðkomandi fannst þetta fyndinn fössarahúmor þegar við gerðum þá kröfu að tengingin yrði fjarlægð á svipstundu því hún væri a. óumbeðin og b. skaðleg fyrir okkur,“ skrifaði Sigríður Hrund en rétt er að geta þess að viðkomandi varð þegar við beiðninni og fjarlægði færsluna.

Nokkuð fjörugar umræður sköpuðust um málið í Markaðsnördum og bárust fjölbreytt ráð. Allt frá því að allar auglýsingar séu góð auglýsing, ráðleggingar um að loka fyrir tögg frá öllum nema fylgjendum fyrirtækisins og yfir í að nýta hefði átt tækifærið með því að svara með húmorískum hætti og þannig mögulega auka sýnileika fyrirtækisins með jákvæðum hætti.

Uppfært: Í upphaflegu greininni var sagt að Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, hafi verið sá sem að bar ábyrgð á færslunni. Það reyndist þó á misskilningi byggt en annar aðili tók mynd af Guðmundi og birti umrædda færslu. Guðmundur er beðinn afsökunar á þessum mistökum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu
Fréttir
Í gær

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt