fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

„Nei, ég er ekki að verða pabbi. Ég er líka að verða móðir í annað sinn“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 3. febrúar 2023 17:30

Helga Lóa Kristjánsdóttir ásamt eiginkonu sinni Valgerði Jóhannsdóttur. Mynd/Elísabet Blöndal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Lóa Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Stokkur, og eiginkona hennar, sjúkraþjálfarinn Valgerður Jóhannsdóttir, eiga von á sínu öðru barni. Fyrir eiga þær son sem verður fimm ára í mars og verður hann stóri bróðir í ágúst.

Helga Lóa vakti athygli á óviðeigandi spurningum sem þær, og aðrir aðilar í samkynja samböndum, fá reglulega um barneignir á Twitter og gaf DV leyfi til að miðla fræðslunni áfram til lesenda.

„1. Ég er líka að verða móðir þótt konan mín gangi með barnið. Ekki beina hamingjuóskum bara að henni. Við erum í þessu saman.

2. Nei. Ég er ekki að verða pabbi. Ég er líka að verða móðir í annað sinn.

3. Barnið er getið með gjafastæði og á ekki pabba. Við tölum alltaf um gjafa.

4. Ekki gefa ykkur það að við séum alltaf í stuði, eða yfir höfuð í stuði, til þess að tala um þetta ferli eða veita frekari upplýsinga um gjafann eða ferlið sjálft. Lestu þig til eða fáðu leyfi fyrst til að spyrja.

5. Ekki spyrja nærgöngula spurninga eins og úr hvorri eggið okkar sé. Myndir þú spyrja verðandi móður í gagnkynja sambandi að því? Fáðu leyfi til að spyrja slíkra spurninga og taktu því ef við nennum ekki eða viljum ekki svara.

6. Nei. Sonur okkar er ekki að eignast hálfsystkini. Hann er að fara að eignast lítið systkini.

7. Börn sem getin hafa verið með frumum úr sama gjafa eru ekki systkini barna okkar.

8. Vonandi veitti þetta örlitla innsýn í reglulegt spurningaflóð sem samkynjapör lenda iðulega í varðandi barneignir.“

Netverjar hafa þakkað Helgu Lóu fyrir fræðsluna og vakti meðal annars fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Ingileif Friðriksdóttur athygli á  þræðinum og mikilvægi hans.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Fókus
Í gær

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Í gær

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“