fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Zelenskyy er boðið til landsins – Hugsanlega óskað eftir aðstoð norrænna lögregluliða við öryggisgæslu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 05:40

Zelensky. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embætti ríkislögreglustjóra hefur sent út viðvörun til annarra ríkislögreglustjóra á Norðurlöndum um að hugsanlega verði óskað eftir aðstoð frá þeim í vor.

Ástæðan er að leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn í Reykjavík um miðjan maí. Meðal þeirra leiðtoga sem eiga rétt á því að taka þátt í fundinum er Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu. Í heildina er von á leiðtogum 46 ríkja til landsins vegna fundarins. Auk þeirra koma sendinefndir með þeim og öryggisverðir og því ljóst að um mjög fjölmennan fund verður að ræða þar sem fjöldi háttsettra aðila verður samankomin.

Morgunblaðið skýrir frá því í dag að ríkislögreglustjóri hafi sent viðvörun til annarra ríkislögreglustjóra á Norðurlöndunum um að hugsanlega verði óskað eftir aðstoð frá þeim vegna öryggisgæslu. Ef það verður gert, verður það í fyrsta sinn í sögunni sem slíkt er gert í tengslum við fundargæslu.

Fyrir liggur að mörg hundruð íslenskir lögreglumenn, frá öllum lögregluembættum landsins, munu sinna öryggisgæslu vegna fundarins.

Þetta verður umfangsmesta verkefni lögreglunnar frá upphafi. Mun stærra en fundur utanríkisráðherra aðildarríkja NATO og samstarfsríkja bandalagsins árið 2002.

Eins og áður sagði er Zelenskyy boðið til fundarins en ekki hefur verið staðfest að hann komi og má leiða líkum að því að koma hans, ef hann kemur, verði ekki staðfest nema með mjög skömmum fyrirvara af öryggisástæðum. Þjóð hans berst gegn rússneska innrásarhernum og vitað er að Rússar vilja hann gjarnan feigan. Miklar öryggisráðstafanir eru því í kringum hann og ferðum hans er haldið vandlega leyndum.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Í gær

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Í gær

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Í gær

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns