fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Hreinskilið innlit á heimili Juliu Fox kemur aðdáendum á óvart

Fókus
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Julia Fox slær í gegn hjá netverjum fyrir að sýna heimili sitt alveg eins og það er.

Julia er hvað þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndinni Uncut Gems og fyrir að eiga í stuttu, en mjög opinberu, ástarsambandi með rapparanum Kanye West. Hún á son, Valentino, úr fyrra sambandi og býr í New York.

Leikkonan nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og hefur hlotið mikið lof fylgjenda sinna fyrir að vera einlæg og koma til dyranna eins og hún er klædd.

Í nýju myndbandi á TikTok sýnir hún frá íbúðinni sinni og er óhætt að segja að aðdáendur hennar áttu ekki von á þessu.

Skjáskot úr myndbandinu.

Julia sagði að hún sé ekki hrifin af óhóflegri birtingarmynd ríkidæmis, eins og þegar ríkt fólk býr í of stórum húsum.

Myndbandið hennar er hressandi og hreinskilið og fannst fylgjendum gaman að sjá að heimili fræga fólksins er alveg eins og okkar; allt í drasli.

Julia býr í íbúð með litlu baðherbergi. Rúmið hennar er í stofunni svo sonur hennar, sem er tveggja ára, getur verið með leikherbergi. Það er drasl í eldhúsinu og skókassar á eldhúsborðinu, sem er mjög algengt hjá íbúum New York að hennar sögn.

@juliafoxCome with me on a very underwhelming apartment tour! also to clarify I have only ONE mouse and he’s cute 🥰♬ original sound – Julia fox

Netverjar fagna hreinskilni Juliu. „Þetta er bara venjuleg íbúð með venjulegu dóti. Ég hélt að ég gæti ekki elskan hana meira en ég geri það!“ sagði einn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu