fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Dómskjöl vörpuðu ljósi á skelfilega hluti í málinu í síðustu viku – Nú má lögreglan ekkert segja

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 05:38

Athena Brownfield

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oklahoma State Bureau of Investigation (OSBI) sér um rannsókn á hvarfi hinnar fjögurra ára Athena sem hefur verið saknað síðan í ársbyrjun. Lögreglan í bænum Cyril í Oklahoma hefur leitað hennar og notið aðstoðar OSBI og ríkislögreglunnar en nú hefur OSBI tekið við stjórn rannsóknarinnar.

Málið hófst þegar póstberi sá fimm ára stúlku eina á gangi í bænum. Þetta reyndist vera eldri systir Athena en Athena var hvergi að sjá.

Þær höfðu verið í gæslu hjá hjónunum Alysia og Ivon Adams.

Þau eru nú bæði í haldi lögreglunnar. Alysia er kærð fyrir vanrækslu við umönnun systranna og Ivon hefur verið kærður fyrir morð og vanrækslu.

CNN og Fox News skýrðu frá því í síðustu viku að samkvæmt dómskjölum þá hafi Alysia skýrt frá því í yfirheyrslu að að Ivon hafi á jóladag „slegið Athena og haldið um handleggi hennar“.

„Athena bærði ekki á sér og augu hennar voru varla opin. Hann lagði hana niður á jörðina og sló hana minnst þrisvar sinnum til viðbótar í bringuna. Athena hreyfði sig ekki eftir þetta,“ skrifaði Brenna Alvarez, lögreglukona, í skýrslu um málið.

Ekki er vitað af hverju hann gerði þetta.

Í síðustu viku skýrði OSBI frá því að lík af barni hefði fundist „nærri Rush Springs“. Fram kom að frekari rannsókna væri þörf áður en hægt væri að segja til með fullri vissu hvaða barn væri um að ræða.

Þetta var síðasta opinbera tilkynningin frá lögreglunni í málinu því David Stephens, dómari, gaf út svokallaða „gag order“ í málinu. Það hefur í för með sér að lögreglan má ekki tjá sig um rannsókn málsins þar til dómari ákveður annað.

Af þeim sökum er ekki vitað hvort líkamsleifarnar, sem fundust í síðustu viku, eru af Athena.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld