fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Ásakanirnar eða maðurinn sjálfur á sandi byggð? – Andrew Tate neitar sök og sakar rúmensk yfirvöld um að ræna eigum hans

Pressan
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 13:30

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn umdeildi Andrew Tate segir að hann njóti ekki réttlætis í Rúmeníu og að ásakanir um að hann hafi stundað mansal séu byggðar á sandi.

Andrew, bróðir hans Tristan og tvær rúmenskar konur hafa verið íhaldi lögreglunnar á Rúmeníu síðan þan 29. desember á meðan verið er að rannsaka ásakanir um að þau hafi misnotað konur í glæpsamlegum tilgangi.

Saksóknarar í Rúmeníu hafa sagt að bræðurnir hafi orðið sér úti um þolendur með því að tæla þær með fölskum loforðum um ástarsambönd eða hjónaband. Þeir hafi svo fært þolendur sína á eign í jaðri Búkarest og ógnað þeim og beitt líkamlegu ofbeldi til að misnota þær kynferðislega með því að neyða þær til að framleiða klámfengið efni fyrir samfélagsmiðla. Bræðurnir hafi svo hirt ágóðan af sölu myndbandanna.

Eins er því haldið fram að Andrew hafi nauðgað einni konunni í mars á síðasta ári.

Andrew neitar sök. Hann sagði við blaðamenn þegar hann var færður til fyirheyrslu að málið gegn honum sé byggt á sandi og ekkert hæft í ásökununum. „Auðvitað er þetta óréttlátt, það er ekkert réttlæti í Rúmeníu, því miður.“

Hann neitaði því jafnframt að hafa meitt konur og heldur því fram að yfirvöld í Rúmeníu séu að spila þennan leik til að ræna hann dýrum bílum sínum og til að ræna penigum hans. „Þess vegna er ég í fangelsi“

Saksóknarar hafa þó bent á að eigur Andrew hafi verið haldlagðar til að koma í veg fyrir þeim verði komið í skjól eða seldar.

Andrew Tate er helst frægur fyrir kvenfyrirlitningu, en ummæli hans í garð kvenna hafa valdið því að hann hefur verið bannaður á öllum helstu samfélagsmiðlum, þó svo nýlega hafi hann aftur fengið aðgang að Twitter.

Hefur málið gegn honum sem nú er til rannsóknar vakið mikla athygli og margir fjölmiðlar keppast nú um að komast til botns í málinu.

BAFTA-verðlauna blaðamaðurinn Paul Kenyon og er nú staddur í Búkarest til að rannsaka Andrew og af færslum hans á samfélagsmiðlum að dæma gæti raunin verið sú að auðæfi og viðskiptaveldi Andrews sé í raun það sem er á sandi byggt.

Paul Kenyon heimsótti heimili Andews í Búkarest og fannst lítið til þess koma. Um sé að ræða gamla verksmiðju í nágrenni við kirkjugarð. „Lítur ekki út eins og heimili milljarðamærings. Skrítið.“

Andrew hefur kvartað undan því að aðstæður í fangelsinu þar sem honum er haldið séu óboðlegar. Þar séu kakkalakkar, lýs og veggjalús. Eins sé ekkert ljóst í klefanum.

„Þau eru að reyna að brjóta mig niður. Hent inn í klefa með engu ljósi. Kakkalakkar, lýs og veggjalús eru einu vinir mínir á nóttunni.“

Paul Kenyon bendir þó á að Andrew sé hvorki í einangrun né eiginlegu fangelsi. Hann sé á stað þar sem handteknir menn eru í haldi, á stað sem sé engan veginn jafn harður og rúmenskt fangelsi.

Paul segir að hann hafi heyrt frá aðilum sem eru áhrifamiklir innan klámsenunnar í Rúmeníu og þeir hafi varla tekið eftir því að Andrew væri með eitthvað viðskiptaveldi á því sviði.

Heimildir: Reuters, Independent,

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld