fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Eitt þúsund börn glíma við skólaforðun – Treysta sér ekki til að mæta í skólann

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um eitt þúsund íslensk börn glíma við skólaforðun og treysta sér ekki til að mæta í skólann. Helstu áhættuþættirnir, þegar kemur að skólaforðun, eru kvíði og þunglyndi. Auk þess eru tilfinningavandi, hegðunarörðugleikar og skynáreiti áhættuþættir.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Haft er eftir Unnsteini Jóhannssyni, verkefnisstjóra hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, að reikna megi með að fjöldinn sé mun meiri.

Í síðustu viku gerði Velferðarvaktin rannsókn á skólaforðun árið 2019 og sýndu niðurstöður hennar að 2,2% íslenskra barna þjást af skólaforðun. Þau treysta sér ekki til að mæta í skólann og eru ástæðurnar margvíslegar.

Guðrún Erla Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri hjá BUGL, benti á að hugsanlega hafi börn einangrast enn frekar á tímum heimsfaraldursins „og dvelji því í sínum geðröskunum heima við,“ sagði hún.

Gunnsteinn sagði að skynáreiti reynist sumum erfitt. Þetta séu börn sem eiga erfitt með lykt, hávaða eða birtu og finna fyrir miklum óþægindum þegar þau mæta í skólann.

Gunnsteinn og Guðrún sögðu mikilvægt að mennta- og heilbrigðiskerfið vinni saman og grípi inn í og finni lausnir.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði og maður lenti í sjónum

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði og maður lenti í sjónum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga
Fréttir
Í gær

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar
Fréttir
Í gær

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún ómyrk í máli: „Við erum slök­ust og staðan fer versn­andi“

Þórdís Kolbrún ómyrk í máli: „Við erum slök­ust og staðan fer versn­andi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga með áhyggjur af skólakerfinu – Barnið fær engar einkunnir í skólanum, bara liti

Helga með áhyggjur af skólakerfinu – Barnið fær engar einkunnir í skólanum, bara liti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“