fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Óbólusettir COVID-sjúklingar í meiri hættu á að deyja í 18 mánuði eftir sýkingu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. janúar 2023 18:00

Óbólusettir eru líklegri til að deyja. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óbólusettir COVID-sjúklingar eru í meiri hættu á að deyja og fá hjartasjúkdóma í að minnsta kosti 18 mánuði eftir sýkingu.

Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem 160.000 manns tóku þátt í á fyrsta ári heimsfaraldursins. Á þeim tíma voru engin bóluefni komin fram. Sky News skýrir frá þessu.

Fram kemur að niðurstöðurnar sýni að þeir sem smituðust af veirunni frá mars til nóvember 2020 hafi verið allt að 81 sinnum líklegri til að deyja á fyrstu þremur vikunum eftir að þeir smituðust en þeir sem ekki smituðust. Einu og hálfu ári síðar var þetta fólk allt að fimm sinnum líklegar til að deyja en fólk sem hafði ekki smitast af veirunni.

COVID-sjúklingarnir voru einnig í meiri hættu á að þróa með sér hjartasjúkdóma í allt að 18 mánuði eftir smit. Segja vísindamennirnir að þetta sé hluti af langvarandi COVID. Meðal þessara hjartasjúkdóma eru kransæðasjúkdómar, hjartaáfall og blóðtappi í djúpæðakerfi.

Vísindamennirnir segja að niðurstöðurnar bendi til að fylgjast eigi með heilsufari COVID-sjúklinga í að minnsta kosti eitt ár eftir að þeir jafna sig af veikindunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig