fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Óbólusettir COVID-sjúklingar í meiri hættu á að deyja í 18 mánuði eftir sýkingu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. janúar 2023 18:00

Óbólusettir eru líklegri til að deyja. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óbólusettir COVID-sjúklingar eru í meiri hættu á að deyja og fá hjartasjúkdóma í að minnsta kosti 18 mánuði eftir sýkingu.

Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem 160.000 manns tóku þátt í á fyrsta ári heimsfaraldursins. Á þeim tíma voru engin bóluefni komin fram. Sky News skýrir frá þessu.

Fram kemur að niðurstöðurnar sýni að þeir sem smituðust af veirunni frá mars til nóvember 2020 hafi verið allt að 81 sinnum líklegri til að deyja á fyrstu þremur vikunum eftir að þeir smituðust en þeir sem ekki smituðust. Einu og hálfu ári síðar var þetta fólk allt að fimm sinnum líklegar til að deyja en fólk sem hafði ekki smitast af veirunni.

COVID-sjúklingarnir voru einnig í meiri hættu á að þróa með sér hjartasjúkdóma í allt að 18 mánuði eftir smit. Segja vísindamennirnir að þetta sé hluti af langvarandi COVID. Meðal þessara hjartasjúkdóma eru kransæðasjúkdómar, hjartaáfall og blóðtappi í djúpæðakerfi.

Vísindamennirnir segja að niðurstöðurnar bendi til að fylgjast eigi með heilsufari COVID-sjúklinga í að minnsta kosti eitt ár eftir að þeir jafna sig af veikindunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri