fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Notaði ranga teskeið til að hræra í tebollanum – Það varð henni að bana

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. janúar 2023 21:00

Mynd úr safni. Mynd:EPA/M.A. PUSHPA KUMARA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok desember fóru Craig McKinnon og Jess Prinsloo í draumaferð sína til Suður-Afríku. Þann 27. desember bar Craig upp bónorð og Jess játaðist honum. En aðeins fjórum dögum síðar lést hún.

Mirror segir að talið sé að hún hafi látist eftir að hafa notað ranga teskeið til að hræra í teinu sínu.

Það gerðist heima hjá móður hennar í Jóhannesarborg. Þar tók Jess skeið, sem hafði komist í snertingu við mjólkurafurðir, og hrærði í teinu sínu með henni. Nokkrum sekúndum eftir að hún drakk úr tebollanum fékk hún bráðaofnæmiskast þar sem háls hennar bólgnaði upp. Hún var strax flutt á sjúkrahús en þar lést hún daginn eftir.

Það var vitað að Jess var með ofnæmi fyrir mjólkurvörum og því var hún alltaf með tvo ofnæmispenna með sér ef hún skyldi fá ofnæmiskast. En þeir virkuðu ekki í þetta sinn.

Craig og Jess kynntust 2019 og byrjuðu að búa saman 2021.

En í stað þess að koma heim til Englands til að byrja að undirbúa brúðkaup, þá kom Craig einn heim með ösku Jess með í farteskinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni