fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Fiskikóngurinn tilkynnir veikindi og leitar sér hjálpar – „Þetta reddast eins og allt hitt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. janúar 2023 22:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þekkti fisksali og athafnamaður Kristján Berg, Fiskikóngurinn, hefur dregið sig í hlé frá störfum tímabundið vegna andlegra veikinda.

Hann greinir frá þessu í opinni færslu á Facebook í kvöld. Þar tekur hann fram að fyrirtæki hans gangi vel og fjölskyldan dafni en sjálfur er hann ekki eins og hann á að sér að vera:

„Árið byrjar glæsilega, en eitthvað er geðheilsan að stríða mér. Er búinn að vera slappur undanfarna mánuði og ekki alveg eins og ég er vanur að vera. Yfirleitt er èg fullur af orku og hugmyndum og hausinn virkur. En undanfarna 10-20 mánuði, þá hefur einhver skrúfa/ur verið lausar.“

Hann segist vera að vinna í sjálfum sér og muni koma til baka. Hann nýtur þjónustu góðs sálfræðings en biður um ábendingar um góðan geðlækni. Kristján tekur fram að hann sé ekki að biðja um vorkunn eða „læk“ á færsluna.

„Mikið álag og streita undanfarin ár er líklegasta skýringin, en þetta reddast, eins og allt hitt.

En fjölskyldan er í góðum málum. Fyrirtækin ganga vel, starfsfólkið mitt hefur verið súper flott og bara ótrúlegt að vera með þennan bakhjarl, fjölskyldu, vini og starfsfólk. Met það mikils.

Ég reyni mitt besta í starfi og leik à meðan, eða þangað til ég næ heilsunni 100%. Öll fyrirtækin verða opin og í rekstri og ég eitthvað á vappi í þeim áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“