fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fréttir

„Nei, nú má Gísli Marteinn &%##? sér fyrir alvöru”

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 21. janúar 2023 15:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppistandarinn Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir á að baki rúman áratug í uppistandi á Íslandi og í gærkvöldi fór fram lokasýning af sýningu hennar „Madame Tourette” sem hefur verið sýnd við góðar undirtektir í Tjarnabíói síðan í október á síðasta ári, en í sýningunni fjallaði hún á óvægin og meinfyndinn hátt um fötlun sína og kjör öryrkja á Íslandi.

Rétt áður en sýningin hófst kom svokallað Þjóðleikhúsmál upp í umræðunni hér á landi þar sem gagnrýnt var að ófatlaður leikari var fenginn til að fara með hlutverk fatlaðrar sögupersónu í leikritinu Sem á himni.

Sendi Elva þá boð á Gísla Martein um hvort hann vildi ekki fá hana í þáttinn, verandi kvenkyns, fatlaður uppistandari með fyrstu „sólósýningu sína”, þar sem um kjörið innlegg í umræðuna væri að ræða.

Þessu boði tók Gísli ekki. Hins vegar hafi Gísli fengið til sín fólk til að ræða málið tvær vikur í röð, og telur Elva að í hvorugt skiptið hafi verið um fatlaða manneskju að ræða.

Elva veltir því fyrir sér í færslu á Facebook hvers vegna Gísli hafi ekki þegið boðið, en þar skrifar hún: „Nei, nú má Gísli Marteinn &%##? sér fyrir alvöru”

Þar segir Elva að nú hafi Gísli Marteinn opinberað fordóma sína.

„Hvers vegna er ég ekki kjörinn gestur í þáttinn hans, sérstaklega í umhverfinu sem þarna skapaðist?

Klárlega er það ekki af því að ég er kona og klárlega er það ekki af því að ég er uppistandari. Hvað stendur þá eftir?

Getur verið að Gísla Marteini þyki bara svona lítið varið í fatlaða öryrkja að hann geti ekki hugsað sér að tala við þá? Hann væri þá alls ekki sá fyrsti sem þannig hugsaði.

Ég hef alltaf verið hrifin af honum sem sjónvarpsmanni og Eurovision kynni og hef leyft því að slide-a að hann sé/hafi verið Sjálfstæðismaður, sem er helvíti erfitt fyrir öryrkja.

En nú hefur hann opinberað fordóma sína svo rækilega að hvað mig varðar má hann hreinlega f%##& sér hér eftir.”

Í samtali við DV segir Elva að þessi færsla hennar snúist um það hvernig fötluðu fólk sé ekki hleypt inn í „mainstream“ samfélagið.

„Við megum dunda okkur út í horni, en við fáum ekki að taka neitt pláss

Einu skiptin sem fatlað fólk fær pláss í fjölmiðlum er þegar það koma litlar krúttlegar fréttir um það hvað einhver var duglegur að gera eitthvað af því að hann er fatlaður. En fatlanir koma í ýmsum formum og flest okkar eru bara venjulegt fólk að gera venjulega hluti og það þarf að breyta þessari ímynd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt