fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Óhugnanlegt myndband: Reyndi að ræna bikiníklæddum kaffibarþjóni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 20. janúar 2023 10:00

Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var handtekinn grunaður um tilraun til mannráns á þriðjudaginn eftir að lögreglan í Washington birti óhugnanlegt myndband sem sýndi karlmann reyna að draga kaffibarþjón í gegnum bílalúgu.

Lögreglan í Auburn, Washington, tókst að bera kennsl á þann grunaða sem Matthew Darnell.

Atvikið átti sér stað klukkan fimm um morguninn á mánudaginn síðastliðinn. Í öryggismyndavélinni má sjá kaffibarþjóninn rétta manninum skiptimynt þegar hann reynir að setja einhverskonar lykkjuplastbönd utan um hendur hennar og draga hana út um bílalúguna.

Konunni tókst að slíta sig lausa og loka glugganum og hann keyrði í burtu. Lögreglan birti myndbandið og óskaði eftir upplýsingum svo hægt væri að bera kennsl á manninn. Það gekk eftir og var hann handtekinn á heimili sínu í Auburn. BuzzFeed News greinir frá.

Þegar lögreglan leitaði í bifreið Darnell fundust sönnunargögn sem tengdu hann við glæpinn, en lögreglan hefur ekki gefið upp hvað það var.

Konan var ein á vakt á þessum tíma, hún særðist ekki líkamlega en var mjög skelkuð eftir atvikið.

Kaffibarþjónninn tjáir sig

Þetta gerðist á kaffihúsinu Beankini Espresso þar sem kaffibarþjónarnir vinna í bikiníum eða nærfötum. Aðeins er hægt að versla í gegnum bílalúgu.

Insider ræddi við kaffibarþjóninn, sem sagði að hún þekkir ekki manninn og vonar að hann verði dreginn fyrir dóm og látinn svara fyrir gjörðir sínar.

Hún sagði að Darnell hafi pantað drykk og borgað, hann hafi síðan beðið hana um að skipta fimm dollara seðli og þegar hún rétti honum skiptimyntina hafi hann gripið í hana og reynt að ræna henni.

„Það er ekkert sem við hefðum gert til að koma í veg fyrir þetta,“ sagði hún varðandi öryggisráðstafanir staðarins. Hún sagði að öryggi starfsfólks skiptir eigendur miklu máli og það væri ekkert meira sem væri hægt að gera til að tryggja öryggi þeirra.

„Við erum með piparúða, rafbyssur, hljóðlausa neyðarhnappa, þungar málmhurðar svo ekki sé hægt að sparka upp hurðunum. Við erum með öryggismyndavélar,“ sagði hún.

„Við megum líka neita viðskiptavinum um þjónustu ef okkur líður óþægilega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)
Pressan
Í gær

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum
Pressan
Í gær

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin
Pressan
Í gær

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli