fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Krefst svara um hversu mikið Reykjavíkurborg hefur eytt í MacBook-tölvur – Borgarfulltrúar fái rándýrar tölvur til að „fletta í gegnum fundargerðir“

Eyjan
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, vill vita hversu miklum peningum Þjónustu- og nýsköpunarsvið Reykjavíkurborgar hefur varið á undanförnum árum í kaup á Macbook Pro tölvum, MacBook air sem og í annan Apple búnað.

Þetta kemur fram í fyrirspurn sem hún hefur lagt fram og Stafrænt ráð borgarinnar vísaði í síðustu viku til umsagnar Þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

Kolbrún spyr:

„Fulltrúi flokks fólksinsn óskar eftir upplýsingum um það hversu margar Macbook Pro og Macbook Air fartölvur ásamt öðrum Apple búnaði, þjónustu- og nýsköpunarsvið hefur verið að kaupa undanfarin þrjú ár og fyrir hvaða starfsemi innan borgarinnar. Vill fulltrúinn einnig sjá hver dreifingin er á þessum búnaði eftir sviðum, skrifstofum og deildum.“

Kolbrún vill einnig fá því svarað hvaða rök séu fyrir kaupum á svona dýrum búnaði fyrir borgarfulltrúa og annað starfsfólk „sem ekki er beint að vinna með þunga grafík, krefjandi hljóðvinnslu eða annað sem krefst slíks tækjabúnaðar.“

Segir Kolbrún að það komi henni á óvart að sviðið skuli bjóða borgarfulltrúum og starfsmönnum að vera með MacBook Pro fartölvur og annan Apple búnað þegar ljóst sé að slíkur búnaður sé mun dýrari en hefðbundnar PC-tölvur.

„Fulltrúinn fær ekki betur séð en að einhver hluti borgarfulltrúa hafi einmitt fengið úthlutað MacBook pro fartölvur til þess að fletta í gegnum fundargerðir og annað sem ekki flokkast beint undir þunga tölvuvinnslu. Þarna er enn eitt dæmið um það hversu frjálslega sviðið virðist fara með það fé sem því er úthlutað af skattfé borgarbúa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki