fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Dagur fundaði með stjórnendum Fellaskóla: Ber fullt traust til stjórnenda

Ég hef jafnframt óskað eftir því að skóla- og frístundasvið fjalli um öskudag og aðra hátíðisdaga í skólunum, þannig að við lærum af þessu máli og línur séu skýrar“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. febrúar 2016 18:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson fundaði með stjórnendum Fellaskóla í morgun samkvæmt dagbók borgarstjóra sem hann sendi á fjölmiðla í dag.

Sjálfur skrifar Dagur: „Víða hefur þróunin verið í þá veru að skólastarf sé óhefðbundið þennan dag og jafnvel hent í pylsu- eða pizzupartý eftir óvenju stuttan skóladag sem lýkur á hádegi. Það urðu því hörð viðbrögð við fréttum af því að barn í Fellaskóla hafi ekki fengið að taka þátt í pizzu-veislu í skólanum. Mér fannst ástæða til að kalla eftir skýringum á þessu því öll börn eiga að fá að vera með þegar slegið er upp veislu í skólunum og mikilvægt að ekkert barn sé skilið útundan.“

Þarna vitnar hann til fréttar Fréttablaðsins um unga stúlku sem fékk ekki að kaupa pítsusneið í tilefni dagsins vegna stífra reglna þegar kemur að mataráskrift í skólum.

Dagur skrifar: „Á góðum fundi sem ég átti með skólastjórnendum í Fellaskóla í morgun kom fram að skólinn hafði ekki litið þannig á að þetta væri pizzu-veisla vegna öskudags heldur hefðbundinn hádegismatur fyrir þau börn sem eru í mataráskrift.“

Dagur segir að sum barnanna höfðu þó greinilega væntingar um annað og því varð þessi leiðinlegi árekstur.

„Fellaskóli hefur reyndar staðið sig sérstaklega vel þegar kemur að matarmálum, með hafragraut á morgnanna og ávexti yfir daginn og hafa framfarir í námsárangri einnig óvíða verið meiri en einmitt þar. Ég ber fullt traust til stjórnenda skólans við að vinna úr þessu máli þannig að það skilji ekki eftir sig sár. Ég hef jafnframt óskað eftir því að skóla- og frístundasvið fjalli um öskudag og aðra hátíðisdaga í skólunum, þannig að við lærum af þessu máli og línur séu skýrar,“ skrifar Dagur svo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum