fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Logi fokvondur eftir tapið gegn Ungverjum – „Þetta var hrun, algjört kjaftæði maður“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. janúar 2023 21:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var hrun, algjört kjaftæði maður, að sjá þetta, þetta er algjörlega óásættanlegt,“ sagði Logi Geirsson, handboltasérfræðingur og Ólympíusilfurhafi, í HM-stofunni á RÚV eftir tveggja marka tap Íslands gegn Unverjum, í leik þar sem Íslendingar höfðu yfirhöndina í lengst af og komust í sex marka forystu. Hrun varð í leik íslenska liðsins á lokakaflanum sem fór 11:3 fyrir Ungverja.

„Ég er svo reiður … ég næ ekki alveg…ég trúi þessu ekki,“ Loga brast orð til að sjá tilfinningar sínar og hugsanir og ljóst að það sauð á landsliðskappanum fyrirverandi sem er vanur að tala umbúðalaust.

„Með alla þessa möguleika sóknarlega, hvernig við getum farið að því að skora aðeins 3 mörk á 18 mínúna kafla, það er rannsóknarefni,“ sagði Logi ennfremur. „Við hleyptum þessu upp í rugl og gáfum þeim þennan leik, það er fáránlegt,“ sagði Logi og bætti við að stóran hluta leiksins hafi íslenska liðið sýnt að það er með eitt af bestu liðum keppninnar. „Þess vegna er maður svo reiður,“ sagði hann.

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari sagði eftir leikinn að líklega væru fjöldi tæknifeila helsta ástæðan fyrir tapinu. Liðið hafi gert 18 tæknifeila og þannig sé ekki hægt að vinna leiki í alþjóðlegum handbolta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ