fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Lögreglan með yfirlýsingu um hnífstunguna í Mosfellsbæ

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. janúar 2023 15:43

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna alvarlegrar hnífstunguárásar í Mosfellsbæ í gærkvöld. Lögregla lét loka nærliggjandi götum að vettvangnum til að sjúkrabíll kæmist með árásarþolann á bráðadeild.

Í tilkynningunni segir:

„Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hnífsstungu í íbúð í fjölbýlishúsi í Mosfellsbæ í gærkvöld miðar vel. Tilkynning um málið barst á tíunda tímanum, en þegar lögreglan kom á vettvang voru tveir menn um tvítugt í íbúðinni. Annar hafði orðið fyrir hnífsstungu og var viðkomandi strax fluttur á slysadeild. Líðan hans er eftir atvikum, en maðurinn er ekki í lífshættu. Hinn maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð. Hann er nú laus úr haldi þar sem rannsóknarhagsmunir eru ekki lengur taldir vera fyrir hendi.

 Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið.“

Eins og kemur fram í yfirlýsingunni er árásarþolinn ekki lengur í lífshættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár