fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Kveiktu eld í anddyri lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. desember 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíunda tímanum að morgni annan dags jóla var eldur borinn inn í anddyri lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu í Reykjavík með þeim afleiðingum að eldur kviknaði þar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni. Varðstjóri á vakt varð strax eldsins var og með snarræði náði hann að slökkva eldinn í anddyrinu með handslökkvitæki. Málið var tilkynnt héraðssaksóknara og fer hann með rannsókn málsins þar sem um er að ræða meinta tilraun til íkveikju og eftir atvikum meint brot gegn valdstjórninni.

Embættið segist ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið þar sem héraðssaksóknari fer með rannsókn þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Í gær

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína