fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Landsbjörg með mikilvæg skilaboð í ófærðinni – Benda á að sófinn sé notalegri en snjóskafl

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. desember 2022 14:22

Frá Grindavíkurvegi. Mynd: Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slysavarnafélagið Landsbjörg bendir á að akstur á illa búnum bíl getur ekki bara valdið bílstjóra hans vandræðum heldur mörgum öðrum sem ekki komast framhjá. Í tilkynningu frá félaginu eru ökumenn hvattir til að huga vel að útbúnaði bíla sinna, taka skóflu með í ferðalagið og klæðast hlýjum vetrarfötum. Tilkynningin er eftirfarandi:

„Í ljósi atburða undanfarinna daga vill Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetja alla til að huga vel að útbúnaði bifreiða sinna. Ferðalag á vanbúnum bíl getur ekki bara þýtt vandræði fyrir bílstjóra hans, heldur marga aðra sem ekki komast framhjá.

Það er gott að vera með skóflu í bílnum. hlý vetrarföt og góða skó, ef þú þarft að fara út í veðrið til að moka upp bílinn, eða aðstoða aðra.

Látum aðra vita af ferðum okkar, það er skynsamlegt að skilja eftir ferðaáætlun á safetravel.is og þar er einnig að finna mikilvægar upplýsingar um færð og veður.

Förum ekki af stað ef aðstæður eru tvísýnar. Sófinn er jú notalegri en skaflinn.

Verum vel búin og örugg á ferðinni.

Ef þú lendir í vandræðum og þarft aðstoð, ekki hika við að hringja í 112.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Enn birtir Trump umdeilda mynd af sér

Enn birtir Trump umdeilda mynd af sér
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kona sagði Jóni að það væri búið að hjálpa honum svo mikið – „Ég er ekki tilbúinn í að láta hafa mig að féþúfu mikið lengur“

Kona sagði Jóni að það væri búið að hjálpa honum svo mikið – „Ég er ekki tilbúinn í að láta hafa mig að féþúfu mikið lengur“
Fréttir
Í gær

Kvótaerfingi í auglýsingu SFS – Fjölskyldufyrirtækið var selt fyrir 9,5 milljarða

Kvótaerfingi í auglýsingu SFS – Fjölskyldufyrirtækið var selt fyrir 9,5 milljarða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu