fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Lýsa furðu á þöggunar-ummælum biskups Íslands – „Fólk er farið að setja spurningamerki við forréttindi þín“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. desember 2022 14:00

Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands vakti töluverða athygli með jólaprédikun sinni í Grafarvogskirkju í gær á jóladag. Þar sagði hún að þöggun sé í gangi varðandi Guð kristninnar og óvinsælt sé að nefna hann á nafn í opinberri umræðu.

Biskup sagði í prédikun sinni:

„Guð birtist hér á jörð í barninu Jesú. Það er ekki vinsælt að nefna nafið hans í opinberri umræðu. Það hefur verið þöggun í gangi varðandi Guð kristinna manna. Spurt var hvort samhengi væri á milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki mætti lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins. Fundarmenn hneyksluðust á þessari spurningu. Hvaða samhengi ætti svo sem að vera á milli þessa?“

Ljóst er að þessi ummæli Agnesar hafa vakið töluverða athygli og umtal. Veltir fólk því fyrir sér hvort þau trúarbrögð sem mest er hampað á opinberum vettvangi á Íslandi geti virkilega kvartað undan þöggun, hvað þá í prédikun sem var bæði útvarpað og sjónvarpað svo allir landsmenn gætu fylgst með, hefðu þeir áhuga. Ekki hafi öllum trúarbrögðum eða lífsskoðunarfélögum staðið það sama til boða.

Hér má sjá brot af viðbrögðum netverja við ummælum Agnesar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann