fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Eyjan

Segir að það þurfi mann eins og Jón Gunnarsson í borgarstjórastólinn

Eyjan
Miðvikudaginn 21. desember 2022 18:30

Jón Gunnarsson. Skjáskot Kastljós

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það þarf svona mann í borgarstjórastólinn. Þá værum við ekki föst í snjósköflum dögum saman eða í mygluðu húsnæði,“ segir Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Jóns Gunnarssonar, í FB-færslu þar sem Brynjar mærir yfirmann sinn.

Brynjar segir að meirihlutinni í borginni hafi tilhneigingu til að reyna að syngja sig út úr vandanum en dómsmálaráðherra sé hins vegar maður sem láti verkin tala:

„Það dugar ekki að syngja sig út úr vandanum eins og meirihlutinn í borginni reynir gjarnan. Í hvert sinn sem þetta ágæta fólk fer í fjölmiðalviðtöl langar mann að hoppa ofan í bjútiboxið og loka á eftir sér.“

Brynjar fer nokkrum orðum um afrekaskrá Jóns í hans stuttu valdatíð. Meira hafi verið gert í erfiðum málaflokkum ráðuneytisins í tíð Jóns en áður hafi þekkst:

„Það er nú samt þannig að í tíð þessa dómsmálaráðherra hefur verið gert meira í þessum málaflokkum en áður hefur þekkst, eins og sjá má hér. Þá lagði hann fram frumvarp á síðasta vorþingi um bætta réttastöðu brotaþola sem var samþykkt samhljóða. Þá hafa verið tekin stór skref í eflingu lögreglu, ákæruvalds og dómstóla í héraði til að auka hagkvæmni og skilvirkni í réttarkerfinu til hagsbóta fyrir alla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs