fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Biden aflétti leynd á mörg þúsund leyniskjölum um morðið á Kennedy

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. desember 2022 07:05

John F. Kennedy var myrtur 1963.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, gaf í gær út forsetatilskipun um að aflétta skyldi leynd á mörg þúsund leyniskjölum er tengjast morðinu á John F. Kennedy, forseta, í Dallas í Texas 1963.

Ekki leið á löngu þar til þjóðskjalasafn landsins gerði skjölin opinber.

Kennedy var skotinn til bana . Niðurstaða rannsóknar, sem var stýrt af Earl Warren, var að Lee Harvey Oswald, fyrrum hermaður og kommúnisti, hefði skotið hann og að hann hefði verið einn að verki.

En niðurstaða rannsóknarinnar hefur alla tíð verið umdeild og samsæriskenningar hafa blómstrað.

Mörg þúsund bækur, kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa fjallað um morðið og samsæriskenningar því tengdu.

Engar haldbærar sannanir hafa þó fundist fyrir að Lee Harvey Oswald hafi átt sér vitorðsmenn.

En aldrei hefur fengist fullkomlega staðfest af hverju Oswald myrti forsetann. Hann viðurkenndi heldur aldrei morðið en hann var sjálfur skotinn til bana af Jack Ruby tveimur dögum eftir morðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað