Zlatan Ibrahimovic telur líklegast að Argentína vinni Heimsmeistaramótið í Katar.
Argentína er komið í undanúrslit mótsins, þar sem andstæðingurinn verður Króatía.
Í hinum leiknum mætast Marokkó og Frakkland á morgun.
„Ég held að það sé skrifað að Messi vinni. Þið vitið hvað ég meina. Messi mun lyfta titlinum og það er búið að skrifa það,“ segir Zlatan.
Messi hefur unnið einn stóran titil með landsliði sínu hingað til, Suður-Ameríkubikarinn í fyrra.
Nú er kappinn 35 ára gamall og þetta því líklega hans síðasti séns til að vinna HM.
Leikur Argentínu og Króatíu hefst klukkan 19 í kvöld að íslenskum tíma.