fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Játar að hafa rifið upp hurðina á bíl barnsmóður sinnar og beitt hana ofbeldi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. nóvember 2022 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var þann 15. nóvember síðastliðinn dæmdur í 60 daga skilyrðisbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að beita fyrrverandi kærustu sína og barnsmóður ofbeldi.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa, þann 22. júní árið 2021, veist með ofbeldi að konunni. Hann reif upp hurðina ökumannsmegin á bíl konunnar þar sem hún sat undir stýri, sparkaði í líkama hennar og sló hana ítrekað með krepptum hnefa, þar á meðal í höfuð og andlit. Því næst reif hann í hár hennar og reyndi að draga hana út úr bifreiðinni. Afleiðingar árásarinnar voru þær að konan hlaut mar á enni vinstra megin og á hnakka, mar á vinstra hné, eymsli yfir hálsvöðvum og sjalvöðva vinstra megin og bólgu fremst á vinstri löngutöng.

Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust. Samkvæmt sakarvottorði mannsins hefur hann ekki áður sætt refsingu fyrir ofbeldisbrot og var litið til þess við ákvörðun refsingar hans. Þá var einnig litið til grófleika háttsemi mannsins en konan hlaut líkamlega áverka, þó þeir hafi ekki reynst alvarlegir, auk þess sem hún gat sér enga björg veitt þar sem hún var föst í öryggisbelti bílsins. Einnig er talað um ástæður sem maðurinn hafði tiltekið sem hvata árásarinnar en að mati dómsins réttlæta ástæðurnar ekki árásina.

Eins og fyrr segir var maðurinn dæmdur í 60 daga fangelsi en fullnustu refsingarinnar skal frestað og mun hún falla niður ef hann heldur almennt skilorð. Þá var manninum gert að greiða málsvarnarþóknun verjanda síns, alls 194.680 krónur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“