fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Játar að hafa rifið upp hurðina á bíl barnsmóður sinnar og beitt hana ofbeldi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. nóvember 2022 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var þann 15. nóvember síðastliðinn dæmdur í 60 daga skilyrðisbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að beita fyrrverandi kærustu sína og barnsmóður ofbeldi.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa, þann 22. júní árið 2021, veist með ofbeldi að konunni. Hann reif upp hurðina ökumannsmegin á bíl konunnar þar sem hún sat undir stýri, sparkaði í líkama hennar og sló hana ítrekað með krepptum hnefa, þar á meðal í höfuð og andlit. Því næst reif hann í hár hennar og reyndi að draga hana út úr bifreiðinni. Afleiðingar árásarinnar voru þær að konan hlaut mar á enni vinstra megin og á hnakka, mar á vinstra hné, eymsli yfir hálsvöðvum og sjalvöðva vinstra megin og bólgu fremst á vinstri löngutöng.

Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust. Samkvæmt sakarvottorði mannsins hefur hann ekki áður sætt refsingu fyrir ofbeldisbrot og var litið til þess við ákvörðun refsingar hans. Þá var einnig litið til grófleika háttsemi mannsins en konan hlaut líkamlega áverka, þó þeir hafi ekki reynst alvarlegir, auk þess sem hún gat sér enga björg veitt þar sem hún var föst í öryggisbelti bílsins. Einnig er talað um ástæður sem maðurinn hafði tiltekið sem hvata árásarinnar en að mati dómsins réttlæta ástæðurnar ekki árásina.

Eins og fyrr segir var maðurinn dæmdur í 60 daga fangelsi en fullnustu refsingarinnar skal frestað og mun hún falla niður ef hann heldur almennt skilorð. Þá var manninum gert að greiða málsvarnarþóknun verjanda síns, alls 194.680 krónur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stórtækur þjófur með mikið magn vopna í sinni vörslu

Stórtækur þjófur með mikið magn vopna í sinni vörslu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Einar segir Færeyinga hafa beitt sér gegn hagsmunum Íslands – „Frændur en engir vinir”

Einar segir Færeyinga hafa beitt sér gegn hagsmunum Íslands – „Frændur en engir vinir”
Fréttir
Í gær

Hegðun Trump gæti ýtt Íslandi yfir línuna í átt til ESB aðildar

Hegðun Trump gæti ýtt Íslandi yfir línuna í átt til ESB aðildar
Fréttir
Í gær

Læknar höfðu verulegar áhyggjur af hjónunum í Súlunesi eftir ítrekuð blómkálseyru og ótrúverðugar skýringar en gátu ekkert gert

Læknar höfðu verulegar áhyggjur af hjónunum í Súlunesi eftir ítrekuð blómkálseyru og ótrúverðugar skýringar en gátu ekkert gert
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Keyptu splunkunýtt parhús sem reyndist svo verulega gallað – Leki og mygla komu upp fljótlega eftir afhendingu

Keyptu splunkunýtt parhús sem reyndist svo verulega gallað – Leki og mygla komu upp fljótlega eftir afhendingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír erlendir ríkisborgarar grunaðir um að svíkja fé af öldruðu fólki í Reykjavík

Þrír erlendir ríkisborgarar grunaðir um að svíkja fé af öldruðu fólki í Reykjavík