fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Kennarar við Menntaskólann í Kópavogi fóru í hart og stefndu ríkinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. nóvember 2022 17:24

Menntaskólinn í Kópavogi. Mynd: Heiða Helgadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tólf kennarar við Menntaskólann í Kópavogi unnu í gær sigur gegn íslenska ríkinu sem þeir stefndu vegna vangoldinna launa. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem gengið var að öllum kröfum kennaranna.

Kröfur sínar byggðu kennararnir á því að skólinn hefði ekki efnt samkomulag um vinnumat þeirra sem gert hafi verið í framhaldi af kjarasamningi. Skólameistari bar því við að hann hafi ekki haft fjárheimildir til að hækka laun kennaranna. Á þessar röksemdir féllst dómurinn ekki.

Kröfur kennaranna eru í raun lágar og nema á bilinu frá um 120 þúsund krónum upp í um 450.000 krónur. Dómurinn gekk að öllum kröfum kennaranna og þarf ríkið auk  þess að greiða málskostnað þeirra upp á rúmlega 1,2 milljónir króna.

Í niðurstöðu dómsins segir meðal annars:

„Að mati dómsins hefur stefndi ekki fært fyrir því haldbær rök að skólameistari hafi ekki haft fjárheimildir til að efna samkomulag sem gert var við stefnendur og aðra
kennara skólans 13. júní 2018. Fyrir liggur að það samkomulag var gert til þess að efna kjarasamning og framfylgja dómi Félagsdóms og hefur stefndi í engu sýnt fram á að skólameistara hafi sem forstöðumanni borið að leita sérstakrar heimildar til að gera samninginn samkvæmt 1. mgr. 14. gr. laga nr. 123/2015, um opinber fjármál. Þá verður heldur ekki séð að stefnendur hafi á nokkurn hátt verið grandsamar um ætlaðan heimildarskort fyrri skólameistara til að gera samninginn eða að hann hafi látið hjá líða að afla sér heimildar til samningsgerðarinnar, væri þess þörf.“

 

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ugla segir brotavilja Snorra einbeittan – „Tala viljandi inn í fordómafulla orðræðu og hatur“

Ugla segir brotavilja Snorra einbeittan – „Tala viljandi inn í fordómafulla orðræðu og hatur“
Fréttir
Í gær

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife