fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Óheppileg stökkbreyting – 36 ára kona hefur fengið æxli 12 sinnum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. nóvember 2022 22:00

Illkynja æxli. Þau koma í allskyns stærðum og gerðum. Þetta er eitt af stærri gerðinni. Skjáskot af vef Parotid.net

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hún var tveggja ára fékk hún æxli í fyrsta sinn. Þegar hún var orðin 28 ára hafði hún fengið æxli 11 sinnum í viðbót. Nú hefur hún verið laus við þennan vágest í sex ár.

Gen konunnar eru þannig að hún er í meiri hættu en flestir á að fá æxli en genin gera einnig að verkum að hún á auðveldar með að lifa það af að fá æxli.

Í umfjöllun Live Science kemur fram að konan sé með tvær stökkbreytingar af geninu MAD1L1 en þetta hefur ekki sést hjá manneskju áður.

Sjö af æxlunum voru góðkynja en fimm voru krabbameinsæxli.

Spænskir vísindamenn rannsökuðu konuna ítarlega og komust að því að  30 til 40% af blóðfrumum hennar innihalda óeðlilega margar litninga. Litningar eru DNA-strengir sem innihalda erfðaefni. Konun fékk of fáa eða of marga litninga en það er ástæðan fyrir því hversu oft hún hefur fengið æxli að því er segir í rannsókninni.

Vísindamennirnir segja að konan hafi lifað þetta af vegna þess hversu einstakt ónæmiskerfi hennar er. Það hafi vanið líkama hennar við að takast á við æxlin.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Science Advances.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá