fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Fagna frelsinu í Kherson – Meintir landráðamenn bundnir við ljósastaura og niðurlægðir

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. nóvember 2022 07:05

Föðurlandssvikarar bundnir við staura á almannafæri í Kherson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar Kherson hafa tekið úkraínskum hermönnum fagnandi eftir að rússneska herliðið dró sig út úr borginni. Allir innviðir borgarinnar, sem er í suðurhluta Úkraínu, eru hins vegar í rúst en Volodomir Zelenskí, Úkraínuforseti, greindi frá því að Rússa hefðu eyðilagt samskiptakerfi, vatnsveitur sem og hita- og rafveitur áður en her þeirra hörfaði úr borginni. Þá fullyrti forsetinn að þegar hefðu meira en 400 meintir stríðsglæpir Rússa verið skráðir í borginni.

Þá er borgin full af hættulegum sprengjum og gildrum sem mun taka tíma að hreinsa upp og skapar mikla hættu fyrir hermenn Úkraínuhers sem og íbúa. Tíu sprengjuhreinsunarsveitir hafa tekið til starfa í borginni og þær hafa þegar fjarlægt meira en 2.000 jarðsprengjur og ýmiskonar gildrur í borginni en starfið er þó aðeins rétt að byrja.

Flestir þeirra Úkraínumanna sem aðstoðuðu innrásarliðið hafa flúið borgina á síðustu vikum. Það gerðu þó ekki allir og meðal annars voru tveir meintir landráðamenn handteknir og bundir við ljósastaura á götu í Kherson og gerði heimafólk aðsúg að þeim. Hermenn gæta þeirra þó og má búast við að réttað verði yfir mönnunum þegar um hægist.

Hermann Úkraínuhers þurfa þó að fara öllu með gát því grunur leikur á að rússneskir hermenn séu enn staðsettir í borginni, margir hverjir þá klæddir sem óbreyttir borgarar.

Úkraínskum hermönnum var tekið fagnandi í Kherson

Auk þess að skilja eftir sig slóð eyðileggingar hafi rússneskir hermenn meðal annars stolið lamadýrum, þvottabjörnum og úlfum úr dýragarði borgarinnar.

Frelsun Kherson-borgar er mikill áfangasigur fyrir Úkraínuher en mótspyrnu Rússa er þó hvergi nærri lokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast