fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands segir Reyni hafa brotið mjög alvarlega af sér

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. nóvember 2022 15:23

Reynir Traustason. Mynd: Hákon Davíð Björnsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tveimur nýjum úrskurðum siðanefndar BÍ er komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið mjög alvarlega gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Snertir þetta umfjöllun sem tengist málefnum athafnamannsins Halldórs Kristmannssonar, en Reynir hefur þegið greiðslur fyrir bókaskrif frá Halldóri og telst því vanhæfur til að fjalla um mál sem tengjast fjárhagslegum deilum Halldórs.

Blaðamannafélag Íslands birtir stutta samantekt um úrskurðina ásamt tenglum í úrskurðina sjálfa og þar segir meðal annars að eftir uppkvaðningu eldri úrskurða sama efnis hafi Reynir haldið áfram að birta efni í sama dúr en birt svokallaðan „fyrirvara“ á eftir greinunum. Hafi þær greinar verði sama marki brenndar og fyrir greinar sama efnis og séu brot gegn siðareglum.

Ennfremur segir:

„Í umfjöllun siðanefndar um mál nr. 8 er vísað til úrskurða nefndarinnar í málum nr. 8/2021-2022 og nr. 9/2021-2022, sem kveðnir voru upp 31. maí 2022, en þar komst siðanefnd að þeirri niðurstöðu að „með móttöku fjármuna frá Halldóri Kristmannssyni, vegna bókarskrifa um kæranda, hafi kærði orðið vanhæfur til að fjalla um málefni kæranda í fréttamiðli með þeim hætti sem hin kærða umfjöllun var sett fram enda hafi honum borið skv. 5. gr. siðareglna að varast slíka hagsmunaárekstra.“ 

Þar segir einnig: „Kæruatriði 1-22 varða umfjöllun í miðlinum frá 4. mars 2022 til 17. maí 2022 en fyrrgreindir úrskurðir Siðanefndar voru upp kveðnir eftir þann tíma eða 31. maí 2022. Siðanefnd telur þær greinar, sem merktar eru kærða, vera alvarlegt brot á siðareglum með sama hætti og í fyrri úrskurðum. Greinar nr. 23-27, frá 3. júní 2022 til 27. júlí 2022, sem merktar eru kærða, eru hins vegar birtar eftir uppkvaðningu úrskurðanna og eru því ítrekun á brotum gegn siðareglum. Siðanefnd telur að skrif og birting kærða á þeim greinum vera mjög alvarlegt brot á siðareglum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum