fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Rifta sölu Karls Wernerssonar á hlutum í Lyf og heilsu til sonar síns – Þarf að greiða 464 milljónir króna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. október 2022 15:30

Karl Wernersson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að rifta kaupum Jóns Hilmars Karlssonar á hlut í Toska ehf. sem er eignarhaldsfélag utan um hluti í nokkrum fyrirtækjum. Verðmætasta eign þess var eignarhlutur í Lyf og heilsu. Jón Hilmar keypti hlutinn af föður sínum, Karli Wernerssyni, þann 13. janúar 2014 og var kaupverðið rúm 1 milljón króna. Verðmæti Lyf og heilsu var hins vegar um 10 milljarðar króna.

Karl var úrskurðaður gjaldþrota í apríl 2018 og var lögfræðingurinn Árni Ármann Árnason skipaður skiptastjóri búsins. Lýstar kröfur í búið voru tæplega 13 milljarðar króna en þegar kom að skiptum var búið nær eignalaust. Þrotabúið höfðaði þá nokkur riftingamál vegna eigna Karls sem mögulega hafði verið reynt að koma undan fyrir gjaldþrotið með því að selja Jóni Hilmari þær.

Í dómsorði kemur fram að óumdeilt sé að Karl var skráður eigandi Toska ehf. í ársreikningi  sem var skilað inn 10. nóvember 2015. Árið 2016 barst hinsvegar leiðrétting frá endurskoðanda þar sem fram kom að Jón Hilmar væri orðinn eigandi fyrirtækisins og stjórnarmaður í stað föður síns. Segir í dómnum að lögmaður þrotabúsins telji blasa við að Karl hafi séð fram á gjaldþrot sitt og því hafist handa við að koma eignum undan fyrir gjafverð.

Í dómnum, sem lesa mér hér, er farið yfir ýmis tæknileg atriði varðandi viðskiptin en að endingu komust þrír dómarar í héraðsdómi að þeirri niðurstöðu að rifta viðskiptunum. Var Jón Hilmar dæmdur til að greiða þrotabúinu 464.467.000 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 19. janúar 2019. Þá var hann einnig dæmdur til að greiða málskostnað upp á 21,3 milljónir króna.

Þetta er ekki fyrsti sigur þrotabúsins í slíku riftingamáli  en í  apríl 2022 staðfesti Landsréttur til að mynda dóm Héraðsdóms um að rifta sölu á villu Karls á Ítalíu, einbýlishús á Arnarnesi og Mercedez bifreið hans. Umrætt mál beindist gegn fyrirtækinu Faxar ehf, sem Karl hafði afsalað eignunum til og síðar selt til Jóns Hilmars. Faxar ehf. dótturdótturfélag Toska ehf.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla