fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Breytingar á fimm leikjum í Bestu deildinni

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. júní 2025 19:30

Skjáskot: RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiktímum hefur verið breytt í fjórum leikjum í Bestu deild karla og leikstað í einum.

Tveimur leikjum KA, gegn FH og ÍA í næsta mánuðu, hefur verið flýtt vegna þátttöku liðsins í Sambandsdeild Evrópu, en öruggt er að bikarmeistararnir koma inn í 2. umferð þar.

Þá hefur leik Breiðabliks og Fram í næstu umferð verið flýtt um einn dag en leik Blika við Stjörnuna í umferðinni eftir seinkað um dag.

Loks er ljóst að KR nær ekki að mæta FH á nýja gervigrasinu í Vesturbænum þann 29. júní og fer sá leikur fram á heimavelli Þróttar í Laugardalnum eins og heimaleikir KR hingað til. Liðið stefnir á að spila í Frostaskjóli í næsta mánuði.

FH – KA
Var: Sunnudaginn 20. júlí kl. 17.00 á Kaplakrikavelli
Verður: Sunnudaginn 13. júlí kl. 16.00 á Kaplakrikavelli

KA – ÍA
Var: Sunnudaginn 27. júlí kl. 19.15 á Greifavellinum
Verður: Laugardaginn 19. júlí kl. 16.00 á Greifavellinum

Breiðablik – Fram
Var: Sunnudaginn 22. júní kl. 19.15 á Kópavogsvelli
Verður: Mánudaginn 23. júní kl. 19.15 á Kópavogsvelli

Stjarnan – Breiðablik
Var: Fimmtudaginn 26. júní kl. 19.15 á Samsungvellinum
Verður: Föstudaginn 27. júní kl. 19.15 á Samsungvellinum

KR – FH
Var: Sunnudaginn 29. júní kl. 19.15 á Meistaravöllum
Verður: Sunnudaginn 29. júní kl. 19.15 á AVIS vellinum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rooney nælir sér í 130 milljónir

Rooney nælir sér í 130 milljónir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband