fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Þessi 15 voru sæmd Fálkaorðunni í dag

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 17. júní 2025 15:29

Mynd: forseti.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, sæmdi 15 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní 2025. Þau eru:

1. Albert Eymundsson, fyrrverandi skólastjóri, fyrir framlag til mennta-, íþrótta- og ungmennafélagsstarfa í heimabyggð.
2. Andrea Þórunn Björnsdóttir, sjálfboðaliði í samfélagsþágu, fyrir framlag til góðgerðarmála og samfélags.
3. Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur, fyrir framlag til varðveislu, rannsóknar og miðlunar íslenskrar tónlistarsögu.
4. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur og lýðheilsufræðingur, fyrir brautryðjandastarf á sviði lýðheilsu og velsældar á Íslandi.
5. Guðrún Ágústsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og rauðsokka, fyrir störf í þágu jafnréttis og kvennabaráttu.
6. Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur, fyrir störf í þágu sjálfbærni, jafnréttis- og mannúðarmála.
7. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur, fyrir forystustörf í öryggisvörnum vegna jarðelda.
8. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, fyrir störf í þágu fjölmenningar og þolenda kynbundins ofbeldis.
9. Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála, fyrir brautryðjanda- og forvarnarstörf í þágu velferðar barna.
10. Unnar Vilhjálmsson, frjálsíþróttaþjálfari og kennari, fyrir framlag til íþrótta- og félagsstarfa með börnum.
11. Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona, leikstjóri og höfundur, fyrir framlag til leiklistar og samfélagsmála.
12. Vilborg Guðbjörg Guðnadóttir geðhjúkrunarfræðingur, fyrir framlag til geðheilbrigðismála barna, unglinga og fjölskyldna.
13. Þorlákur Hilmar Morthens myndlistarmaður, fyrir sjálfboðastörf í þágu endurhæfingar fanga.
14. Þorsteinn Loftsson, prófessor emeritus í lyfjafræði, fyrir frumkvöðlastarf í lyfjavísindum og nýsköpun.
15. Þórður Þórkelsson barnalæknir, fyrir framlag til nýburalækninga og barnagjörgæslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Í gær

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Í gær

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum