fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Friðrik krónprins styður ákvörðun móður sinnar – Vill „magurt konungsdæmi“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. október 2022 05:51

Jóakim og Friðrik krónprins. Mynd:Kongehuset

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli og sterk viðbrögð hjá mörgum, aðallega Jóakim prins og fjölskyldu hans, þegar Margrét Þórhildur, Danadrottning, tilkynnti fyrir um mánuði síðan að börn Jóakims, sem er yngri sonur hennar, muni missa prinsa og prinsessutitla sína frá áramótum.

Ákvörðunin féll í grýttan jarðveg hjá mörgum Dönum og var mikið fjallað um hana í fjölmiðlum. Drottningin tjáði sig stuttlega um ákvörðunina og sagði hana vera tekna þar sem hún vilji tryggja að sú stofnun sem konungsfjölskyldan sé, tútni ekki of mikið út, sé mögur. Það sé í takt við þróunina og sömu leið hafi aðrar evrópskar konungsfjölskyldur farið.

Í gær bar svo við að Friðrik krónprins tjáði sig í fyrsta sinn um ákvörðun móður sinnar. Hann ræddi þá við B.T. og sagði meðal annars: „Það er ósætti í fjölskyldu minni, sem er ekki nýtt. Í mörgum fjölskyldum kemur upp ósætti í gegnum tíðina. Nú er það staðan í fjölskyldu minni.“

Hann sagðist vera í sambandi við Jóakim bróður sinn af og til.

Hann sagði ítrekað að hann styðji ákvörðun móður sinnar: „Ég vil sjálfur að danska konungsdæmið verði magurt í framtíðinni, af þeim sökum styð ég ákvörðun móður minnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni