fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Fjórir sérfræðingar ganga til liðs við Empower

Eyjan
Miðvikudaginn 26. október 2022 11:20

Dögg Thomsen og Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, stofnendur Empower.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýsköpunarfyrirtækið Empower hefur ráðið til sín fjóra hugbúnaðarsérfræðinga. Empower er leiðandi fyrirtæki á sviði jafnréttis- og fjölbreytni. Nýtt starfsfólk kemur til með að vinna að þróun, Empower Now, hugbúnaðarlausnar, sem gerir fyrirtækjum og stofnunum á alþjóðavísu kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttis og fjölbreytni, setja mælanleg markmið og innleiða örfræðslu fyrir starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir.

Anna Berglind Jónsdóttir hefur verið ráðin sem hugbúnaðarsérfræðingur, en hún starfaði áður við hugbúnaðargerð hjá Lucinity. Anna Berglind er með BS gráðu í heilbrigðisverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og BS gráðu í tölvunarfræði frá sama skóla.

Anna Berglind Jónsdóttir

Helgi Gylfason hefur verið ráðinn sem hugbúnaðarsérfræðingur, en hann starfaði áður við hugbúnaðargerð hjá Hugfimi. Helgi er með MS gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Helgi Gylfason

Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem hugbúnaðarsérfræðingur, en hún starfaði áður sem forritari hjá Valitor. Sigurbjörg Rós er með BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir

Zakia Shafaee hefur verið ráðin sem hugbúnaðarsérfræðingur, en hún starfaði áður sem forritari hjá Skógræktinni. Zakia er með BS gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Zakia Shafaee

„Stækkun hugbúnaðarteymis Empower er liður í sókn og umbreytingu fyrirtækisins en við stefnum að því að setja hugbúnaðarlausn okkar Empower Now á alþjóðamarkað haustið 2023. Það er gríðarleg eftirspurn á erlendum mörkuðum eftir lausnum er varða jafnrétti og fjölbreytni (DEI). Talið er að markaðurinn fyrir þær muni stækka um helming á næstu sex árum. Empower stefnir að því að verða leiðandi á þeim markaði“, segir Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, framkvæmdastjóri og meðeigandi Empower.

Í maí var greint frá því að fyrirtækið hefði tryggt sér 300 millj­óna króna fjár­mögn­un frá Frum­taki og Tenn­in.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu