fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

„Hún sló mig utan undir, reif í hárið á mér og kallaði mig druslu“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 25. október 2022 18:28

Skjáskot/Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir er gestur Ásdísar Olsen í þættinum Undir yfirborðið sem sýndur er á Hringbraut í kvöld. Í þættinum fer Elísabet yfir víðan völl og ræðir meðal annars um sína fyrstu kynlífsreynslu og viðbrögðin sem hún fékk frá móður sinni í kjölfar þess sem hún komst að kynlífinu.

„Þetta var náttúrulega bara íslensk afmeyjun,“ segir Elísabet er hún lýsir þessari reynslu sinni. „Hann var fullur og ég gáði hvort það væri blóð í lakinu, hann sofnaði strax á eftir og hefur eflaust ekki munað hver ég var.“

Þegar móðir Elísabetar komst að því að dóttir sín hafði sofið hjá í fyrsta skiptið brást hún virkilega illa við en Elísabet segir hana hafa barið sig. „Hún sló mig utan undir, reif í hárið á mér og kallaði mig druslu og lufsu,“ segir hún.

Í viðtalinu ræðir Elísabet síðan einmitt um ofbeldisfullt samband sitt við móður sína en það er umfjöllunarefni nýútkominnar bókar hennar sem ber titilinn Saknaðarilmur. Hún talar opinskátt um ofbeldið, óttann, geðveikina, þráhyggjuna, kvíðann, sjálfsvinnuna, edrúmennskuna og þrá hennar um að vera séð og heyrð, að fá ást og viðurkenningu.

Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum:

video
play-sharp-fill

Undir yfirborðið er á dagskrá Hringbrautar kl. 19:30 og svo aftur kl. 21:30 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“
Hide picture