fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Pressan

Fjöldagröf kemur á óvart – Drápust vegna of mikils kynlífs

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. október 2022 15:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki erfitt að fylgja fjöldanum þegar skapið er rétt. Þetta gerðu forsögulegir froskar einmitt, því þeir drápust í hundraða tali á meðan þeir voru að makast. Þeir stunduðu kynlífið af svo miklum krafti að þeir drápust úr þreytu.

Þetta er niðurstaða rannsóknar á ráðgátu sem hefur valdið vísindamönnum heilabrotum áratugum saman.

Þetta kemur fram í grein í The Conversation.

Rannsóknin snerist um fjöldagröf froska sem fannst í Þýskalandi á þriðja áratug síðustu aldar. Um 45 milljón ára gamla steingervinga er að ræða. Ljóst var að froskarnir höfðu allir drepist á sama tíma en ekki var vitað hvers vegna.

Ein kenning var að pollurinn þeirra hefði þornað og þeir því drepist. Nú hafa fornleifafræðingar komist að því að það var ekki ástæðan. Froskarnir gengu í sömu gildru og mikill fjöldi froska gerir árlega, þeir stunduðu of mikið kynlíf.

Froskar og körtur lifa á landi en snúa reglulega til baka í polla, meðal annars til að makast. Mökunartímabilið er stutt, aðeins nokkrar klukkustundir hjá sumum tegundum. Reglulega gerist það að mökin verða svo áköf að froskarnir verða örmagna og drukkna. Kvendýrin eru í meiri hættu á að drukkna því þær eru oft neyddar undir vatn af karldýrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem skekur Belgíu: Ungir drengir sagðir hafa hópnauðgað 14 ára stúlku

Málið sem skekur Belgíu: Ungir drengir sagðir hafa hópnauðgað 14 ára stúlku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt