fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Skiluðu stolnum bíl með afsökunarbeiðni og leikhúsmiðum – „Svo er íbúðin bara tæmd“ segir Kiddi

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 14. október 2022 18:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona nokkur varaði íbúa Langholtshverfis í 104 Reykjavík í vikunni við þremur mönnum sem gengu milli húsa og báru út bæklinga frá bónstöð. Konan fullyrti að þessir aðilar væru greinilega að skoða aðstæður til innbrota.

„Einn þeirra kom aftur að hurðinni hjá mér í Ljósheimum og reyndi ad komast inn. Ég hef haft samband við lögreglu sem er að kanna málið,“ sagði konan sem náði mynd af manninum en ákvað að birta hana ekki sökum persónuverndar.

Íbúum hverfisins var vægast sagt brugðið við þessa færslu konunnar. „Úff hvað er eiginlega að gerast í þessu hverfi,“ segir til að mynda einn meðlimur hópsins í athugasemdakerfi færslunnar. Á meðan þakka aðrir íbúar konunni fyrir að vara við þessum mönnum.

Eftirminnilegt plott

Kiddi Ingólfsson, íbúi í Langholtshverfi, er einn þeirra sem tjáir sig um málið í athugasemdunum við færsluna. „Þetta er dapur raunveruleiki,“ segir Kiddi í athugasemdinni en svo segir hann frá skipulögðum glæp sem pólskur vinnufélagi hans sagði glæpaklíkur í heimalandinu sínu stunda.

DV hafði samband við Kidda sem útskýrði plottið nánar. „Ég var að vinna með pólverja í Noregi og hann sagði mér frá því að í Póllandi væru svona skipulagðir glæpahópar. Hann lýsti þessu fyrir mér, það hafði maður komið út einn daginn og þá var Ladan hans var horfin, hundómerkilegur bíll. Daginn eftir þá var bíllinn kominn aftur í bílastæðið, með afsökunarbréfi í farþegasætinu,“ segir hann.

Kiddi segir að í bréfinu hafi staðið eitthvað eins og: „Ég þurfti nauðsynlega á bíl að halda þannig ég stal bílnum þínum, fyrirgefðu.“

„Svo var búið að fylla á bensíntankinn og svo voru tveir leikhúsmiðar í farþegasætinu líka. Svo þegar eigandi bílsins kom heim eftir leikhúsferðina með konunni sinni þá var íbúðin bara galtóm, þeir komu bara með sendiferðabíl og tæmdu íbúðina.“

Þetta var ekki eina plottið sem vinnufélaginn sagði Kidda frá, það voru fleiri svipuð dæmi. „Mér fannst þetta bara svo eftirminnilegt.“

Kiddi segist ekki vita til þess að neitt svona útsmogið sé stundað hér á Íslandi. Þetta sé þó í sama flokki og mennirnir sem gengu með bæklingana milli húsa í Reykjavík, allt snúist þetta um að ganga úr skugga um að enginn sé heima.

„Ég held að þetta sé ekki komið svona langt hérna en þetta snýst í rauninni allt um það að tryggja að fólk sé ekki heima, svo er íbúðin bara tæmd. Það hefur líka komið fyrir hérna á Íslandi. Fólk hefur komist að því að viðkomandi er ekki heima og þá er borað í gegnum sílenderinn á hurðinni og hurðin opnuð, það tekur innan við mínútu að fara í gegnum venjulegan sílender. Svo er skipt um sílender og fólkið er bara í rólegheitum að pakka niður búslóðinni í íbúðinni. Svo lætur það sig bara hverfa, það eru til dæmi um það hérna á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geisladiskabúð Valda komin með nýtt húsnæði

Geisladiskabúð Valda komin með nýtt húsnæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sænskur ráðherra með hrollvekjandi ummæli varðandi Rússland – „Við undirbúum okkur undir árás“

Sænskur ráðherra með hrollvekjandi ummæli varðandi Rússland – „Við undirbúum okkur undir árás“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrstu langtímasamningarnir um liðskiptaaðgerðir og fleiri skurðaðgerðir

Fyrstu langtímasamningarnir um liðskiptaaðgerðir og fleiri skurðaðgerðir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leið miklar kvalir í flugvél á Keflavíkurflugvelli en fær ekkert fyrir – „Sjálf lá ég með fætur á gólfinu og höfuð ofan á sæti“

Leið miklar kvalir í flugvél á Keflavíkurflugvelli en fær ekkert fyrir – „Sjálf lá ég með fætur á gólfinu og höfuð ofan á sæti“