fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Hluta Kársnesskóla lokað vegna myglu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. október 2022 16:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hluta Kársnesskóla í Kópavogi hefur verið lokað vegna myglu. Um er að ræða efri hæð vesturálmu byggingarinnar og hefur henni verið lokað vegna myglu sem greindist í einni stofu í álmunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Svæðið sem hefur verið lokað  hýsir nemendur í 1. bekk og hluta 3. bekkjar. Nemendum hefur verið komið fyrir annars staðar í skólanum og er stefnt að því að lagfæringum verði lokið í lok desember.

Í tilkynningunni frá Kópavogsbæ segir:

„Forsaga málsins er að á haustdögum varð starfsfólk vart við að loftgæði voru ekki góð á efri hæð í vesturálmu aðalbyggingar skólans. Brugðist var við með því að mæla loftgæði og taka sýni úr gluggum og fleiri stöðum til að kanna hvort um myglu gæti verið að ræða.

Niðurstöður gáfu til kynna að grípa þyrfti til aðgerða. Eitt sýni af fjórum sýndi að um myglusvepp var að ræða. Til að gæta varúðar hefur þegar verið brugðist við og vesturgangi lokað sem fyrr segir. Framkvæmdir hefjast eins fljótt auðið er en skipt verður um gluggasyllur, klæðningar og fleira.

Kársnesskóli stendur við Vallargerði. Í honum eru 660 börn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grunaður um líkamsárás á reiðhjólaþjóf

Grunaður um líkamsárás á reiðhjólaþjóf
Fréttir
Í gær

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“