fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Sá grunaði í Ólafsfjarðarmálinu sagður neita sök – Var með mikla áverka sjálfur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. október 2022 14:28

Mynd sýnir sjúkrabíl og lögreglubíl koma á vettvang nóttina sem Tómas Waagfjörð lést.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem situr í gæsluvarðhaldi vegna andláts Tómasar Waagfjörð á Ólafsfirði þann 3. október er sagður, samkvæmt heimildum DV, neita því að hafa borið ábyrgð á dauða hans. Tómas Waagfjörð hafi ráðist á hann, en ekki öfugt. Leiðir hann líkur að því að áverkar sem drógu Tómas til dauða hafi orðið til af slysni er hann reyndi að verjast atlögum Tómasar.

Maðurinn var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Hann hefur áður verið dæmdur fyrir afbrot, m.a. fíkniefnasölu, ofbeldisbrot og vopnalagabrot. DV hefur einnig heimildir fyrir því að hann eigi ákærur yfir höfði sér vegna afbrota og séu nokkur slík mál í gangi. Mögulegt er að það hafi haft áhrif á gæsluvarðhaldsúrskurðinn.

Áður hefur komið fram að maðurinn fékk hnífstungu í fót í átökunum en vitni sem kom á vettvang á undan lögreglu og sjúkraliði batt um það sár. Nýrri heimildir DV herma einnig að hann hafi verið stunginn í andlitið og hann hafi auk þess verið með fleiri smærri áverka eftir hnífinn víðsvegar um líkamann.

Að sögn vitnis var mikið blóð á vettvangi, íbúðin hafi verið eins og blóðvöllur.

Tómas fékk hnífstungu í magann en samkvæmt heimildum DV neitar maðurinn að hafa stungið hann þar, a.m.k. segist hann ekki hafa gert það viljandi.

Um síðustu helgi tók Mannlíf viðtal við föður eiginkonu Tómasar Waagfjörð. Sá maður staðhæfði að Tómas hefði beitt hana ofbeldi og telur hann að sá sem grunaður er um að hafa banað Tómasi hafi gert það í sjálfsvörn. Samkvæmt heimildum DV er allsendis óvíst að maðurinn beri við sjálfsvörn, hann telji alveg eins að banastungan hafi orðið fyrir slysni og Tómas hafi rétt eins getað hafa veitt sér hana eins og hann.

Eins og áður hefur komið fram áttu hinn grunaði og Tómas í deilum um eiginkonu Tómasar, en hinn grunaði er vinur hennar. Rétt fyrir dauða sinn fór Tómas bálreiður á vettvanginn, þ.e. í íbúð í miðbæ Ólafsfjarðar þar sem eiginkona Tómasar, vinkona hennar (húsráðandi) og hinn grunaði voru fyrir. Tómas bjó í sömu götu. Rétt eftir að hann kom á vettvang, eða þegar í stað, brutust út átök sem enduðu með dauða Tómasar.

Óstaðfestar heimildir DV herma að eiginkona Tómasar styðji framburð mannsins. Út frá viðtali Mannlífs við föður hennar má einnig leiða líkur að því.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

VÆB áfram í Eurovision!

VÆB áfram í Eurovision!
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum
Fréttir
Í gær

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands
Fréttir
Í gær

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“