fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2024
Pressan

Hundavinurinn Tania er á lista Europol yfir eftirlýst fólk

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. október 2022 21:00

Tania Gomez. Mynd:Hundgärin/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún virðist vera mikill hundavinur sem hefur bjargað fjölda hunda úr ömurlegum aðstæðum. En nú er nafn hennar að finna á lista Evrópulögreglunnar Europol yfir þá sem hún vill allra helst hafa hendur í hári.

Tania Gomez er þrítug sænsk kona sem virðist hafa lifað tvöföldu lífi. Aftonbladet og Dagbladet skýra frá þessu.

Á heimasíðu Europol kemur fram að hún sé eftirlýst vegna grófra fíkniefnalagabrota og peningaþvættis.

Gomez starfrækti samtökin Hundgärin sem hafa bjargað heimilislausum hundum víða um Evrópu og fundið ný heimili fyrir þá. En þetta virðist bara hafa verið yfirvarp fyrir umfangsmikla glæpastarfsemi.

Tania er eftirlýst af Europol. Mynd:Europol

 

 

 

 

 

Á heimasíðu Europol kemur fram að Tania tengist skipulögðum glæpasamtökum í Stokkhólmi og að hennar hlutverk hafi verið að flytja mikið magn fíkniefna og peninga á milli staða. Hún er einnig grunuð um ólögleg viðskipti með dýr.

Lögreglan hefur leitað að henni síðan í mars 2021.

Lögreglan telur að hún tengist gjaldeyrismiðlun í Stokkhólmi þar sem lögreglan fann fleiri milljónir króna faldar.

Gjaldeyrismiðlunin var miðpunkturinn í starfsemi glæpagengis. Tólf manns hafa hlotið dóma í tengslum við starfsemi þess en ekki Tania sem lét sig hverfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil sorg eftir dauða 10 ára drengs sem varð fyrir skelfilegu einelti

Mikil sorg eftir dauða 10 ára drengs sem varð fyrir skelfilegu einelti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svívirðileg hegðun kvöld eitt í fyrra mun kosta hann áratugi í fangelsi

Svívirðileg hegðun kvöld eitt í fyrra mun kosta hann áratugi í fangelsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 1 viku

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn