fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Ramos gæti þurft að taka út þunga refsingu eftir helgina

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. október 2022 15:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergio Ramos leikmaður PSG gæti þurft að taka út þunga refsingu eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið gegn Reims um helgina.

Ramos fékk tvö gul spjöld á tíu sekúndum eftir deilur hans við dómara leiksins, Pierre Gaillouste.

Dómari leiksins sakar Ramos um ógnandi hegðun í skýrslu sinni og gæti hann fengið allt að sjö leikja bann.

Þetta var 28 rauða spjaldið sem Ramos sem fær á felri sínum en hann hefur verið þekktur fauti í gegnum ferli sinn.

Ramos er á sínu öðru tímabili hjá PSG en fyrsta árið var mjög erfitt fyrir hann vegna meiðsla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt