fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Fíkniefnin fundust í frystikistu manns sem átti tvö sverð og lásboga

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. október 2022 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var í september dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot.

Var hann annars vegar ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni rúmlega 4,5 kíló af amfetamíni með 70-72 prósent styrkleika og tæplega lítra af amfetamínvökva. Fíkniefnin fundust við leit í og ofan á frystikistu.

Manninum var hins vegar gert að sök að hafa haft í vörslum sínum tvö sverð og útdraganlega kylfu sem fannst við húsleit. Eins tvö handjárn, lásboga og gasskotvopn.

Maðurinn játaði sakir en krafðist vægustu refsingar sem lög heimili. Hann hafði ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi áður samkvæmt sakavottorði.

Dómari leit til þess að í málinu væri um að ræða töluvert magn fíkniefna af miklum styrkleika. Hins vegar bendi gögn til þess að maðurinn hafi ekki verið eigandi efnanna utan þeirra sem voru í neysluskömmtum. Til þessa var horft við ákvörðun refsingu sem og til þess að maðurinn hefur farið í meðferð vegna áfengis- og vímuefnavanda eftir brotið og leitast við að koma lífi sínu á réttan kjöl.

Dómari ákvað því að hæfilegt fangelsi væru þrjú ár og sex mánuðir en frá þessari refsingu dregst rúmlega vikulangt gæsluvarðhald sem maðurinn mátti sæta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði