fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Segir Harry og Meghan hafa ætlað sér að niðurlægja bresku konungsfjölskylduna með nýjum myndum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 5. október 2022 10:09

Mynd/Misan Harriman

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja gáfu út tvær nýjar portrettmyndir á mánudaginn og segist ævisöguritarinn Tom Bower vera handviss um að tilgangur þessara. mynda sé að niðurlægja bresku konungsfjölskylduna.

Tom Bower, sem er sagður vera sérfræðingur í bresku konungsfjölskyldunni,  skrifaði bókina „Revenge: Meghan, Harry and the War Between the Windsors“. Í samtali við Page Six segir hann ljósmyndirnar vera „ stórt fokk jú“ við konungsfjölskylduna.

„Þetta snerist allt um: Við erum komin til baka til að byggja upp vörumerki Meghan og auglýsa bókina, Netflix-þættina og hlaðvarpið. Allt snýst um peninga. Og þau hafa forskot, þau voru í sviðsljósinu í sjö daga í kringum jarðarförina, á hverjum einasta degi voru þau í mynd eða tökum,“ sagði hann.

Hann bar síðan saman viðveru hjónanna í jarðarför Elísabetar Bretadrottningar annars vegar og svo hins vegar í 70 ára valdaafmælisfögnuði drottningarinnar í júní síðast liðnum. Tom sagði að Harry og Meghan hafi látið lítið fara fyrir sér á síðarnefnda viðburðinum.

„Þau voru hjá einhverjum glugga á efri hæðinni og sáust varla“ en í jarðarförinni hefðu þau „verið miðpunktur athyglinnar.“

Segir átök hafin á ný milli hjónanna og konungsfjölskyldunnar

Á mánudaginn gaf ljósmyndarinn Misan Harriman út tvær nýjar portrettmyndir af Harry og Meghan. Myndirnar voru teknar í Bretlands heimsókn hjónanna stuttu áður en drottningin lést.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Misan Harriman (@misanharriman)

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Misan Harriman (@misanharriman)

Myndirnar komu út tveimur dögum eftir að ný portrettmynd var birt af Karli Bretakonungi, Camillu, Vilhjálmi Bretaprins og Katrínu hertogaynju.

Tom Bower lítur svo á að það hafi ekki verið tilviljun.

Mynd/Getty Images

Hann sagðist trúa því að nýja mynd Sussex hjónanna sé „diss“ gagnvart bresku konungsfjölskyldunni.

„Það var aldrei möguleiki á að þau myndu sættast og nú er möguleikinn enn minni, eins og atburðir síðustu 24 klukkustunda hafa sýnt okkur. Breska konungsfjölskyldan gaf út mynd af þeim fjórum saman, og [Harry og Meghan] svöruðu strax með mynd af þeim tveimur saman. Átök eru hafin ný og það mun bætast olía í eldinn,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Í gær

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin