fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
433Sport

Segir viðskipti Liverpool í sumar þau verstu í sögunni – Gæti kostað félagið miklu meira

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn Paul Merson segir að sala Liverpool á Sadio Mane til Bayern Munchen í sumar séu verstu viðskipti í sögunni.

Liverpool seldi Mane til Bayern fyrir 35 milljónir punda. Senegalinn átti aðeins ár eftir af samningi. Liðið hefur lítið getað án hans í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

„Ég hef sagt það frá fyrsta degi, að selja Sadio Mane voru verstu viðskipti í sögunni. Hann skorar stór, stór mörk,“ segir Merson.

„Hann leiddi með fordæmi fremst á vellinum, pressaði á menn. Upphæðin sem þeir seldu hann á, ég skil það ekki.

Að selja hann fyrir rúmar 30 milljónir punda, sem er ekki mikið í þessum bransa, hefði ekki verið betra að leyfa honum að fara frítt á næsta ári.“

Merson bendir á að það kosti Liverpool mun meira en 30 milljónir punda að missa af sæti í Meistaradeild Evrópu.

„Þetta hefur bitið þá í rassinn og gæti kostað þá miklu meira en 30 milljónir punda eftir tímabilið. Ef Arsenal vinnur á sunnudag er Liverpool ekki að fara að ná þeim, þá er bara pláss fyrir tvö lið í topp fjórum.“

Darwin Nunez var keyptur í sóknarlínu Liverpool í sumar fyrir 85 milljónir punda. Merson er ekki hrifinn. „Hann er ekki í sömu deild eins og er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gummi Magg í Breiðablik

Gummi Magg í Breiðablik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“
433Sport
Í gær

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba
433Sport
Í gær

Stjarnan selur leikmann til Svíþjóðar

Stjarnan selur leikmann til Svíþjóðar
433Sport
Í gær

Nokkur félög vilja Sancho og gamlir vinir skoða málið

Nokkur félög vilja Sancho og gamlir vinir skoða málið