fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Særðust í skotárás í Svíþjóð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. september 2022 08:00

Sænskir lögreglumenn við störf. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl og kona voru flutt á sjúkrahús í gærkvöldi eftir að skotið var á hús í Enköping, sem er 65 km norðvestan við Stokkhólm. Fjölda skota var skotið á húsið að sögn lögreglunnar.

Expressen skýrir frá þessu.

Konan er á þrítugsaldri og maðurinn um 45 ára. Þau voru bæði inni í húsinu þegar skotið var á það.

Talsmaður lögreglunnar sagði að þau hefðu verið flutt á sjúkrahús með sjúkrabifreiðum. Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsl þeirra eru.

Lögreglan segir að skotið hafi verið í gegnum glugga og dyr.

Tilkynnt var um skotárásina klukkan 19.48.

Fleiri en hin særðu voru í húsinu þegar árásin var gerð.

Nágranni sagði í samtali við Expressen að fjölskyldan, sem býr í húsinu, sé róleg og hann heilsi þeim alltaf úti á götu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað