fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Vegleg bókagjöf til Rétttrúnaðarkirkjunnar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. september 2022 18:37

Ólafur Egilsson, Helgi Ágústsson, Hjördís Gunnarsdóttir, Mikhail Noskov, Gunnlaugur Garðarsson, Faðir Tímófei og Haukur Hauksson sem túlkaði viðburðinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjördís Gunnarsdóttir, ekkja Tómasar Tómassonar, fyrrverandi sendiherra, færði Tímófei Zolotusky, presti rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi bókagjöf til minningar um fyrrverandi eiginmann sinn, í guðsþjónustu söfnuðar kirkjunnar síðasta sunnudag.

Sagði Hjördís það von sína og fjölskyldu sinnar að bækurnar héldu minningu eigimanns síns á lofti og kæmu að góðum notum fyrir söfnuðinn og fjölda rússneskumælandi íbúa Íslands. Tómas var sendiherra Íslands í Sovétríkjunum, en þar að auki var hann fulltrúi landsins hjá SÞ og NATO.

Faðir Tímófei þakkaði kærlega fyrir þessa merku gjöf og gaf Hjördísi rússneska helgimynd eða íkon og blómvönd. Lögð var áhersla á að viðburðurinn væri trúar- og menningarlegs eðlis, engan veginn tengdur stjórnmálum. Um er að ræða fleiri kassa af merkum bókum, þar á meðal fjölda orðabóka, söguleg efni, vísindarit og skáldsögur. Í söfnuðinum eru um þúsund manns frá 17 löndum, þar á meðal: Íslandi, Búlgaríu, Serbíu, Hvítarússlandi, Rússlandi, Úkraínu, Georgíu, Armeníu, Moldavíu, Rúmeníu, Póllandi, Eystrasalstlöndum og víðar. Til stendur að byggja kirkju í vesturbæ Reykjavíkur en guðsþjónustur fara nú fram í íbúðarhúsnæði við Öldugötu.

Viðstaddir voru Ólafur Egilsson, fyrrverandi sendiherra, Helgi Ágústsson, fyrrum sendiherra, Mikhail Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi og Gunnlaugur Garðarsson, prestur.

Hluti bókanna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð
Fréttir
Í gær

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“