fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
433Sport

Memphis: Það var bankað á dyrnar

Victor Pálsson
Laugardaginn 24. september 2022 20:03

Memphis Depay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Memphis Depay, leikmaður Barcelona, var mikið orðaður við önnur félög í sumar er sumarglugginn var opinn.

Barcelona var opið fyrir því að losa sig við Memphis sem er ekki aðalmaðurinn hjá Xavi, stjóra liðsins.

Það kom til greina um tíma fyrir hollenska landsliðsmanninn að leita annað en hann ákvað að lokum að vera um kyrrt.

Hann er þó ekki ánægður með mínúturnar sem hann fær og telur sig geta gert meiri skaða á vellinum þegar liðið er á leikinn.

,,Ég hef byrjað tvo leiki á tveimur vikum í La Liga. Það er ekki nóg. Ég fór af velli eftir 60 mínútur og ég vil meira en það. Á síðustu 25 mínútum leiksins opnast fleiri svæði og það er alltaf hægt að nýta sér það,“ sagði Memphis.

,,Ég elska samkeppni og mun ekki flýja hana. Ég elska að vera hjá Barcelona. Önnur félög bönkuðu á dyrnar og ég skoðaði mína möguleika. Ég ákvað að lokum að vera áfram hjá Barcelona.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Engir skemmtistaðir og ekkert áfengi – ,,Ert með einn möguleika og það er að vinna þína vinnu“

Engir skemmtistaðir og ekkert áfengi – ,,Ert með einn möguleika og það er að vinna þína vinnu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekki valinn í leikmannahópinn og er líklega að kveðja – United eða Newcastle?

Ekki valinn í leikmannahópinn og er líklega að kveðja – United eða Newcastle?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þekktur maður dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik – Lofaði að skila öllu en stóð ekki við loforðið

Þekktur maður dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik – Lofaði að skila öllu en stóð ekki við loforðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hitti gamlan vin fyrir leikinn í dag – Mætir sínu fyrrum félagi

Hitti gamlan vin fyrir leikinn í dag – Mætir sínu fyrrum félagi
433Sport
Í gær

Ísland niður um þrjú sæti eftir vonbrigðin á EM

Ísland niður um þrjú sæti eftir vonbrigðin á EM
433Sport
Í gær

Tveir efnilegir lánaðir frá City

Tveir efnilegir lánaðir frá City
433Sport
Í gær

Grímur furðar sig á lögreglunni – „Greinilegt að menn hafi ekki lesið heima“

Grímur furðar sig á lögreglunni – „Greinilegt að menn hafi ekki lesið heima“
433Sport
Í gær

Galdur skrifar undir hjá KR

Galdur skrifar undir hjá KR