fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Rándýr brottrekstur Manchester United – Kostaði 15 milljónir punda

Victor Pálsson
Laugardaginn 24. september 2022 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United ákvað að losa sig við Ralf Rangnick í sumar eftir aðeins sex mánaða störf hjá félaginu.

Rangnick tók við af Ole Gunnar Solskjær á síðustu leiktíð en hann átti upphaflega að taka við starfi sem yfirmaður knattspyrnumála liðsins.

Rangnick náði alls ekki að snúa gengi Man Utd við og var það ákvörðun félagsins að lokum að hann myndi taka að sér starf annars staðar.

Samkvæmt enskum miðlum var þessi ákvörðun Man Utd rándýr og þurfti félagið að borga Rangnick 15 milljónir punda til að losa hann úr starfi.

Man Utd taldi það ekki rétt að halda áfram með hugmyndafræði Rangnick sem tók í kjölfarið við sem landsliðsþjálfari Austurríkis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Declan Rice útskýrir af hverju hann benti til himna í gær – „Ég elskaði hana innilega“

Declan Rice útskýrir af hverju hann benti til himna í gær – „Ég elskaði hana innilega“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rúnar setti blekið á blað í miðjum þjálfarastormi á Íslandi – „Aldrei verið þannig að ég bíði eftir að einhver annar verði rekinn“

Rúnar setti blekið á blað í miðjum þjálfarastormi á Íslandi – „Aldrei verið þannig að ég bíði eftir að einhver annar verði rekinn“